Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2017
13.8.2017 | 21:10
Frískir á Laugaveginum og Vesturgötunni
Laugavegshlaupið fór fram við frekar erfiðar aðstæður í gær, laugardaginn 15. júlí sl. Fremur svalt var og vindur í fangið stóran hluta leiðarinnar. 486 hlauparar lögðu af stað úr Landmannalaugum en 430 komu í mark í Þórsmörk, hafa þeir aldrei verið fleiri (408 luku í fyrra). Sigurvegarinn í kvennaflokki var Arden Young frá Kanada á 5:12:01. Sigurvegari í karlaflokki var Þorbergur Ingi Jónsson á 4:13:25 sem er nokkuð frá hans besta. Sjö Frískir garpar tóku þátt og stóðu sig vel. Arna Ír var þriðja í sínum aldursflokki á 6:34:06 og var að bæta tíma mettíma sinn frá í fyrra þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 41 Frískir Flóamenn og þeirra félagar og 10 úr Björgunarfélagi Árborgar stóðu vaktina, þjónustuðu hlauparana og hvöttu þá til dáða. Allt gekk vel. Þetta er mikil og fórnfús vinna en þegar allir leggjast á eitt að skila sínu sem best verður árangurinn eftir því.
Frískir voru ekki bara á Laugaveginum þessa helgi. Sigrún fór í Vesturgötuna og var fyrst kvenna í 45 km á nýju brautarmeti, glæsilegt það. Björk og Hildur hlupu líka, þrír af sjö kvenhlaupurum voru Frískir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið