Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017
1.5.2017 | 21:37
Jötunnhlaupið
Jötunnhlaup Frískra Flóamanna og Jötunn Véla fór fram 1. maí. Þrátt fyrir votviðri og vind var fín þátttaka. Hlaupnir voru 5 og 10 km um Selfoss, að hluta á bökkum Ölfusár. Alls luku 48 keppendur hlaupunum, 29 í 5 km og 19 í 10 km. Fyrstur í mark var stórhlauparinn Arnar Pétursson ÍR en hann rann kílómetrana 5 á 16:06 mín og fyrst kvenna var Katrín Lilja Sigurðardóttir Laugaskokki á 22:24 mín. Þórólfur Ingi Þórsson ÍR/Garmin kom fyrstur í mark í 10 km á 34:39 mín. Tvö HSK-met voru sett Ástþór Jón Tryggvason Selfossi setti met í flokki 18 ára og 22 ára í 5 km en hannlauk hlaupinu á 18:13 mín. Þá setti Halldór E. Guðnason met í flokki 70-75 ára með tímanum 59:04. Frískir Flóamenn stóðu sig vel en þar var Sigrún að vanda femst í flokki en hún skeiðaði 10 km á 42:11 mín og var fyrst kvenna í þeirri vegalengd. Björk, Ingileif, Vigfús og Halldór unnu sína aldursflokka í 10 km. Sigvaldi Búi Þórarinsson fór 5 km á hækjum, algjör hetja þar á ferðinni. Hlaupið tókst vel í alla staði þrátt fyrir óhagstætt veður. Auk Jötunn Véla veittu Sveitafélagið Árborg, veitingastaðurinn Yellow, MS og UMFS hlaupinu stuðning. Fullt af flottum myndum sem Dýrfinna tók eru í myndaalbúmi.
Bloggar | Breytt 3.5.2017 kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið