Bloggfærslur mánaðarins, mars 2017
14.3.2017 | 20:26
Fræðsluerindi um hlaup, hlaupameiðsli og forvarnir í Tíbrá 23. mars
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2017 | 17:43
Af aðalfundi Frískra Flóamanna
Aðalfundur Frískra Flóamanna var í gær í Selinu. Farið var yfir helstu viðburði síðasta árs, stöðu fjármála, kosið í stjórn og rætt um hvað er framundan. Sitjandi stjórn var endurkjörin, en hana skipa Svanlaug, Anna Björk, Sigurður sem er ritari, Aðalbjörg gjaldkeri og Magnús formaður. Meðal viðburða síðasta árs, má nefna Þorrapizzu, hlaupanámskeið, byrjendanámskeið, Intersporthlaupið, velgjörðarfélag FF, aðstoð við Laugavegshlaupið, hlaup yfir Fimmvörðuháls, Fríska Sólheimahlaupið, uppskeruhátíð, fyrirlestur um fjallahlaup og jólahlaup. Fjármálin standa vel en aðal tekjulind FF er aðstoð við Laugavegshlaupið. Æfingar verða fram til sumars undir stjórn Sigmundar. Framundan er fræðslufundur um hlaup og álagsmeiðsl sem verður 23. mars í Tíbrá. Þann 1. maí standa FF, í samvinnu við Jötunn Vélar, fyrir 5 og 10 km götuhlaupi. Svo er aðstoð við Laugaveginn 15. júlí en þar þurfum við um 35 manns. Töluverðar umræður voru um verkefnin framundan.
Bloggar | Breytt 9.3.2017 kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2017 | 17:29
Aðalfundur Frískra Flóamanna 7. mars kl. 20.
Aðalfundur Frískra Flóamanna verður haldinn í Selinu 7. mars og hefst hann kl. 20.
Á dagskrá fundarins er :
- skýrsla stjórnar og reikningar,
- kosningar,
- hvað er framundan,
- önnur mál.
Hvetjum alla Fríska Flóamenn til að mæta.
Fh. stjórnar Magnús
Bloggar | Breytt 6.3.2017 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið