Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017
22.2.2017 | 20:22
Jötunnhlaupið 1. maí
Jötunnhlaupið
Staður og tími
Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn, í samstarfi við Jötunn Vélar, stendur fyrir
götuhlaupi á Selfossi þann 1. maí nk. og hefst það kl. 13:00. Hlaupið heitir Jötunnhlaupið.
Vegalengdir 10 km og 5 km
Hlaupaleiðir
Lengd beggja hlaupa er löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ.
Hlaupaleiðirnar eru á bökkum Ölfusár. Haupin hefjast og enda við húsakynni Jötunn Véla á Selfossi.
Skráning
Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21:00. Einnig verður hægt að skrá sig í Jötunn Vélum frá kl. 11 á hlaupadegi, þá verða
keppnisnúmer jafnframt afhent. Skráningu lýkur kl. 12:20. Þátttökugjald er
kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 15 ára og yngri. Greitt
með seðlum, enginn posi á staðnum. Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll
Selfoss eftir hlaup.
Flokkaskipting
Aldursskipting hjá konum og körlum;
5 km
15 ára og yngri
16 og eldri ára
10 km
39 ára og yngri
40-49
50-59
60 ára og eldri
Verðlaun
Verðlaun verða fyrir fyrsta keppenda í hverjum flokki.
Vegleg sérverðlaun frá Jötunn Vélum verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu
í hvorri vegalengd um sig. Jafnframt verða útdráttarverðlaun.
Tilvalið hlaup til að bæta sig í 10 km eða 5 km hlaupi.
Nánari upplýsingar veita Magnús s:840 6320 og Aðalbjörg s:820 6882
Sjá einnig upplýsingar á hlaup.is.
Bloggar | Breytt 17.4.2017 kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2017 | 20:56
Aðalfundur Frískra 7. mars
Aðalfundur Frískra Flóamanna verður haldinn í Selinu 7. mars nk. og hefst hann kl. 20:00. Förum yfir það markverðasta í starfsemi félagsins á sl. ári, greinum frá stöðu fjármála, ræðum hvað er framundan og önnur mál, og svo eru kosningar til stjórnar. Vonumst til að sjá sem flesta.
Fh. stjórnar Magnús.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2017 | 20:45
Þorrahlaup og Þorrapizza 16. febrúar.
Hin árlega þorrapizza Frískra Flóamanna verður 16.febrúar kl. 19.30 í Tryggvaskála og mun þetta vera í tuttugasta sinn sem hún er á borðum. Fram verða bornar hinar óviðjafnanlegu þorrapizzur, hefðbundnar pizzur, harðfiskur og hákarl. Verðið er kr. 2.900,- á mann.
Að sjálfsögðu hlaupum við þorrahlaup þennan sama dag kl.17:15. Skemmtinefndin skorar á alla Fríska að mæta í lopapeysum yfir hlaupajakkann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið