Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016
22.8.2016 | 21:22
Sigrún íslandsmeistari í maraþoni
Reykjavíkurmaraþon fór fram laugardaginn 20 ágúst í blíðskaparveðri. Frískir Flóamenn fjölmenntu, hátt í 30 renndu sér 10 km, hálft eða heilt maraþon og maraþon boðhlaup og stóðu sig vel að vanda. Sigrún gerði sér lítið fyrir og var fyrst íslenskra kvenna í mark í maraþoni og varð þar með íslandsmeistari en maraþonhlaupið var jafnframt íslandsmeistaramót. Sigrún sigraði með glæsibrag en hún endaði á tímanum 03:23:53 (flögutími 03:23:38) og var rúmum 17 mín á undan næstu íslensku konu. Þetta er fyrsti íslandsmeistaratitill hjá Frískum Flóamönnum. Tími Sigrúnar er jafnframt HSK og Selfossmet í frokki 35-39 ára kvenna. Til hamingju Sigrún með þennan frábæra árangur. Reynir, Renuka og Vigfús fóru einnig maraþon. Eftir hlaup komu Frískir Flóamenn saman fyrir framan MR og fögnuðu góðum degi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2016 | 12:59
Brúrhlaupið, Arna Ír setti met.
Brúarhlaup Umfs var haldið laugardaginn 6. ágúst sl.í rjómablíðu. Frískir fjölmenntu og stóðu sig vel að vanda. Arna Ír var þriðja í sínum aldursflokki(40-49 ára)í 10 km á tímanum 45:40 og setti um leið HSK- og Selfossmet. Sigrún var þriðja ði flokki kvenna í 10 km á 41:50 og vann sinn aldursflokk (30-39ára). Ingileif og Sigmundur sigruðu 60 ára flokkana í 10 km og Magnús var þriðji. Benedikt var þriðji í 19-39 ára í 10 km en þar sigraði Bragi Bjarnason. Þótt aðrir Frískir væru ekki á palli stóðu þeir sig með prýði. Alltaf gaman og stemmning yfir Brúrahlaupinu. Úrslitin má sjá á timataka.net.
Bloggar | Breytt 8.8.2016 kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2016 | 20:46
Wieslaw vann Hamarshlaupaseríuna
Síðasta hlaupið í Hamarshlaupaseríunni fór fram, laugardaginn 30. júlí. Serían samanstóð af þremur 19 km og einu 24 km utanveganvegahlaupi. Wieslaw FF náði bestum árangri samanlagt í hlaupaseríunni og fékk 30 stig. Wieslaw var þriðji karl í hlaupinu á laugardaginn og Sigrún Sigurðardóttir vann kvennaflokkinn. Glæsilegt hjá þeim. Úrslitin má sjá á hlaup.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið