Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016
20.7.2016 | 11:10
Friskir Flóamenn í Laugavegshlaupinu. Arna Ír setti HSK-met.
Laugavegshlaupið fór fram í fínum aðstæðum laugardaginn 16. júlí. 462 hlaupari lagði af stað úr Landmannalaugum en 408 luku hlaupinu og hafa þeir aldrei verið fleiri.
36 Frískir Flóamenn og 10 úr Björgunarfélagi Árborgar stóðu vaktina, þjónustuðu hlauparana og hvöttu þá til dáða. Þetta er mikil vinna en þegar allir leggja sig fram við að skila sínu verður árangurinn eftir því, ánægðir hlauparar bera þess vitni.
Sex Frískir hlupu kílómetrana 55. Arna Ír var áttunda í sínum aldursflokki og setti um leið HSK-met í flokki 45-49 ára, hún lauk hlaupinu á 6:35:00. Glæsilegt hjá henni en hún var að fara sinn fyrsta Laugaveg. Þorsteinn Már var áttundi í sínum aldursflokki, kom í mark á 6:11:17 og var að bæta sinn fyrri tíma. Hildur Gríms, sem var að fara sinn fyrsta Laugaveg,Siggi Gunnars, Reynir og Steingerður, stóðu sig öll með prýði. Til hamingu hlauparar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2016 | 22:31
Frískir Flóamenn aðstoða við Laugaveginn 16. júlí
Nú nálgast Laugavegshlaupið sem verður nk. laugardag 16. júli. Fer að verða fullmannað.
Varðandi ferðir þá er mæting fyrir þá sem fara á Jökultungur- Emstrur - Álftavatnssvæðið í Björgunarmiðstöðina við Árveg á laugardagsmorgun kl 5.30
Ágúst Ingi bílstjóri hyggst leggja af stað í Hrafntinnuskeri kl. 18 á föstudag mæting í Björgunnarmiðstöðina við Árveg. Þeir sem fara í Þórsmörk fara með rútu frá N1 Selfossi kl. 17:00 föstudag. Allir hafi nesti fyrir sig fyrir daginn og veri vel búin. Svo er bara að brosa og hvetja hlauparana. Gangi ykkur öllum vel, hlauparar og starfsmenn.
Bloggar | Breytt 15.7.2016 kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2016 | 13:14
Skógræktarfélag Selfoss velgjörðarfélag Frískra Fóamanna
Frískir Flóamenn hlupu í Hellisskóg í blíðunni í gær komu við hjá hellinum og afhentu Skógræktarfélagi Selfoss viðurkenningu sem velgjörðarfélag Frískra Flóamanna. Félagið færði Skógræktarfélaginu fimm reyniviðarplöntur að því tilefni sem voru gróðursettar ásamt sitkagerni í grennd við hellinn. Félagið fær viðurkenninguna fyrir gott starf í trjáplöntun, stígagerð og uppsetningu æfingatækja sem skapað hefur kjöraðstæður til hlaupa og útivistar sem Frískir Flóamenn hafa nýtt sér óspart í gegnum tíðina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið