Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Sigrún 5. í hálfmaraþoni

IMG 9292

Vormaraþon félags maraþonhlaupara fór fram laugardaginn 23.apríl. Hlaupið var maraþon og hálft maraþon.  Sigrún gerði sér lítið fyrir og varð 5. í kvennaflokki á 1:35:16 en 84 konur luku hlaupinu. Aldeilis glæsilegur árangur.


Ingvar á flegiferð í Víðavangshlaupi ÍR

 

IMG 0727

 VíðavangshlaupÍR fór fram sumardaginn fyrsta.  Hlaupnir voru 5 km um miðbæ Reykjarvíkur. Frískir voru með og var Ingvar fremstur í flokki.  Hann geystist kílómetrana fimm á 20.49. Renuka og Dýrfinna hlupu líka á fínum tímum, Renuka á 24.10 og Dýrfinna á 28.05.  699 hlauparar luku hlaupinu.IMG_0173


Frískir í Hamarshlaupinu

Þann 16. apríl sl. fór fram fyrsta hlaupið í hlaupaseríu Hamars. Hlaupnir voru 20 km utan vega. Nokkrir Frískir tóku þátt og stóðu sig vel. Wieslaw vann 50 ára flokk karla og var 4.karl í mark. Arna Ír var önnur í 40 ára aldursflokki kvenna og Björk 5. Siggi Gunnars var 5.karl í flokki 30 ára.  Fjörutíu og sjö hlauparar tóku þátt.


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband