Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015
30.8.2015 | 09:11
Tindahlaup
Tindahlaupið fór fram laugardaginn 29. ágúst. Í boði voru 4 vegalengdir 1 tindur (12 km), 3 tindar (19 km), 5 tindar (35 km) og 7 tindar (37 km). Aðstæður voru góðar og þátttaka jókst um 100% frá síðasta ári. Úrslit í Tindahlaupinu eru nú komin á hlaup.is. Frískir tóku þátt Björk var 6. kona í þriggja tinda hlaupinu og Steingerður 8. og Reinir 19. Renuka lauk sjö tinda hlaupinu í 15. sæti. Glæsilegt hjá þeim.
Bloggar | Breytt 31.8.2015 kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2015 | 17:39
Reykjavíkurmaraþon 2015. Sigmundur og Björk settu HSK-met.
Reykjavíkurmaraþon var haldið laugardaginn 22. ágúst. Aðstærður voru fínar til hlaups um 13 °C hiti skýjað en þurrt og lítill vindur. Frískir Flóamenn fjölmenntu í 21 km og 10km og stóðu sig vel. Sigmundur var þriðji í sínum aldursflokki í 21 km og annar íslendinga á tímanum 1:33:44 (flögutím). Setti hann jafnfram HSK-met í flokknum (60-64 ára). Arna Ír og Óli Einars voru að fara sitt fyrsta 1/2 maraþon og voru á flottum tímum Arna á 1:42:39 og Óli á 1:38:57. Vigfús var að bæta sig í hálfu, endaði á 1:46:26 og Renuka var við sinn besta tíma. Abba, Ingleif, Auður og Bárður voru í samfloti í 1/2 maraþoni og tóku það sem æfingu fyrir maraþonið í Munchen. Björk var fremst í flokki Frískra í 10km, lauk á 46:40 og bætti sinn persónulega tíma og setti um leið HSK-met í sínum aldursflokki (45-49 ára). Björk var 10. í flokknum í hlaupinu. Siggi Emils kom næstur í 10 km á 47:44 og þá Magnús á 48:39 og var hann 5. (4.Ísl.)í símum flokki (60-64ára). Og svo var fagnað í lokinn, sjá meðf. mynd. Hér að neðan má sjá tíma Frískra.
Byssutími | Flögutimi | 21 km | |||
01:33:50 | 01:33:44 | Sigmundur | Stefánsson | ||
01:39:10 | 01:38:57 | Ólafur | Einarsson | ||
01:43:07 | 01:42:39 | Arna Ír | Gunnarsdóttir | ||
01:46:57 | 01:46:26 | Vigfús | Eyjólfsson | ||
01:55:54 | 01:55:29 | Renuka | Chareyre Perera | ||
01:58:13 | 01:57:53 | Ingvar | Garðarsson | ||
01:58:54 | 01:57:53 | Steingerður | Hreinsdóttir | ||
02:09:41 | 02:06:56 | Börkur | Brynjarsson | ||
02:12:39 | 02:09:54 | Aðalbjörg | Skúladóttir | ||
02:12:40 | 02:09:54 | Auður | Ólafsdóttir | ||
02:12:40 | 02:09:54 | Ingileif | Auðunsdóttir | ||
02:12:40 | 02:09:54 | Bárður | Árnason | ||
10 km | |||||
47:10 | 46:40 | Björk | Steindórsdóttir | ||
47:59 | 47:44 | Sigurður F. | Emilsson | ||
48:53 | 48:39 | Magnús | Jóhannsson | ||
56:41 | 54:36 | Hermann | Ólafsson | ||
57:51 | 57:02 | Hilmar | Björgvinsson | ||
58:56 | 57:12 | Anna Gína | Aagestad | ||
63:28 | 61:13 | Svanlaug | Kjartansdóttir | ||
64:18 | 62:03 | Óskar Helgi | Guðnason | ||
74:00 | 69:57 | Guðrún | Jóhannsdóttir | ||
74:02 | 68:59 | Aðalsteinn | Geirsson |
Bloggar | Breytt 25.8.2015 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2015 | 20:46
Brúarhlaupið
Brúarhlaupið fór fram laugardaginn 8. ágúst. Hlaupnir voru 800 m án tímatöku og 5 km, 2,8 km og 10 km og hjólaðir 5 km með tímatöku. 30 hlupu 2,8 km 74 5 km og 87 luku 10 km. Hópur Frískra Flóamanna tók þátt og stóðu sig vel að vanda. Fimm voru á palli. Ingileif sigraði 60 ára flokk kvenna í 10 km, endaði á 55:55 og setti um leið HSK-met. Sigmundur vann 60 ára flokk karla í 10 km, kom í mark á tímanum 42:20 og er það einnig HSK-met í aldursflokknum. Glæsilegt hjá þeim. Magnús var þriðji í 60 ára flokknum. Eydís Katla var þriðja í 50 ára flokki kvenna í 10 km. Þá var Abba á palli í kvennaflokki í hjólreiðum. Arna Ír stórbætti sig í 10 km, en tími hennar var 46:24 sem er aðeins 8 sekúndum frá HSK-meti í hennar aldursflokki. Vigfús, Daníel, Óli Unnars og Börkur voru á flottum tímum.
Arnar Pétursson og Anna Berglind Pálmadóttir sigruðu í 10 km hlaupinu. Arnar hljóp 10 á 33:18 mín en annar varð Mýrdælingurinn Guðni Páll Pálsson á 37:03 mín. Anna Berglind hljóp á 39:16 mín en önnur varð Elín Edda Sigurðardóttir á 39:35 mín. Í 5 km hlaupi sigraði Sæmundur Ólafsson í karlaflokki á 16:23 mín og Helga Guðný Elíasdóttir í kvennaflokki á 19:27 mín.
Benedikt Fadel sigraði karlaflokkinn í 2,8 km hlaupi á 10:10 mín í og Hólmfríður Þrastadóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki á 12:07 mín.
Úrslitin má sjá á http://www.timataka.net/bruarhlaupid2015/urslit/?race=1&cat=overall.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2015 | 09:36
Hengilshlaupið
Hengilshlaupið var haldi þann 25.júlí í fínu veðri. Hlaupnar voru þrjár vegalengdir 24 km 50 km og 81 km. Renuka og Steini tóku þátt, Renuka hljóp 50 km og Steini 81 km. Renuka lauk á 8.34.10 og Steini á 12.25.20. Steini var fjórði í hlaupinu. Þau höfðu bæði farið Laugaveginn helgina áður. Ekkert smá afrek hjá þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið