Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Bláskógaskokkið

IMG_3519Báskógaskokk HSK, elsta víðavangshlaup landsins, fór fram í dag. Það var fyrst hlaupið árið 1972. Hlaupnir eru 16,1 km (10 mílur) frá Gjábakka yfir að Laugarvatni og 5 km hlaupið er hringur á Laugarvatni. Veður var þurrt og hlýtt en allnokkur mótvindur alla leiðina. Kári Steinn Karlsson kom lang fyrstur í mark í 16 km, hann hljóp á 1.00.46. Fyrst kvenna var Björg Alexandersdóttir á 1.26.03. Feðginin Guðrún Edda Harðardóttir og Hörður Svavarsson voru fyrst í 5 km. Fremstur í flokki Frískra var Sigmundur á 1.22.26, þá Reynir á 1.22.48, Steingerður á 1.37.29 og Ingileif á 1.49.17. 


Miðnæturhlaupið

11417754_1017242478308838_1674553095642545290_oHið árlega og geysivinsæla Miðnæturhlaup var haldið í Reykjavík í gær 23. júní. Metþátttaka var í hlaupinu en rúmlega 2700 hlauparar skráðu sig til leiks. Boðið var upp á 5 km 10 km og 21 km. Auðvitað mættu nokkrir þræl Frískir Flóamenn og stóðu sig vel að vanda. Arna Ír rann 10 km á 48.50 og var 9. í sínum flokki. Andri hljóp sömu vegalengd á 47.51 og Kiddi Marvins lauk 10 km á 48.51 og var 4.í sínum flokki. Reynir hljóp 21 km á 1.45.45 og var 12. í aldursflokknum. Glæsilegt hjá þeim.(Ljósmynd af fésbókarsíðu Örnu Ír).

 

 

 

 

 


Frískir í Esjuhlaupinu

Fjórða Esjuhlaupið var í dag þar sem hlaupið er upp og niður Esjuna.  Boðið var uppá þrjár vegalengdir, 14 km (2 hringir) 42 km og 77 km (11 hringir). Sam­tals tóku tæp­lega 70 manns þátt. Þrír Frískir hlupu 14 km hlaupið. Reynir varð 5. í mark, rann skeiðið á 1.50.54 Abba var á 2.43.43 og Bárður á 2.55.04. Glæsilegt hjá þeim. Mýrdælingurinn Guðni Páll vann hlaupið á 1.32.38. (Lósmyndin af fésbókarsíðu hlaupsins).10612922_293164187474379_6124205033192706082_n


Frískir aðstoða við Laugavegshlaupið 18.júli.

Frískir Flóamenn verða til aðstoðar hlaupurum við Laugavegshlaupið sem verður 18. júli. Þetta er aðal fjáröflunarleið okkar og gerir okkur kleyft að halda úti þjálfara með allar æfingar gjaldfrjálsar. Nú þurfa allir FF sem geta að vera með í aðstoð. Þeir sem ætla að vera í aðstoðarliði FF tilkynni sig á facebooksíðu FF eða á netIMG 9513fangið skolavellir12@simnet.is.

Við í FF skuldbindum okkur til að útvega 34 starfsmenn.


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband