Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Árshátíð 2014

IMG_1252IMG_1246IMG_1260

Frískir Flóamenn fjölmenntu á árshátíð í Eldhúsinu laugardaginn 27. september, en fyrr sama dag var Fríska Sólheimahlaupið.  Snæddar voru kræsingar miklar, gerð grein fyrir viðburðum og afrekum ársinsí máli og myndum, veittar viðurkenningar, sagðar ævintýrasögur, sungið, spilað og haft gaman. Sahra fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir í flokki kvenna og Sigurður Gunnars í flokki karla.  Sigrún var útnefnd besti kvenhlauparinn og Stebbi besti karlhlauparinn.  Skemmtinefndin á þakkir skildar fyrir skipulag og undirbúning.  Fráfarandi skemmtinefnd, sem í voru Svanlaug, Daníel og Bárður skipaði nýja en í henni eru Kiddi, Sahra, Auður og Börkur.


Fríska Sólheimahlaupið 2014

IMG 1210

Fríska Sólheimahlaupið var í dag, þar gengu hlupu og hjóluðu Frískir Flóamenn ásamt íbúum á Sólheimum frá Borg að Sólheimum. Um 40 manna hópur. Eftir hlaupið var haldið í heita sundlaugina á Sólheimum. Boðið var uppá súpu og brauð í Grænu könnunni. Framfarabikar Frískra var afhenntur þeim íbúa Sólheima sem sýnt hefur mestu framfarir í hreyfingu á árinu, en það er Gísli Halldórsson og Kristján Már Ólafsson fékk hvatningarverðlaun. Í heimleiðinn var komið við á Laugarbökkum og hjónunum þar veitt smá viðurkennig fyrir að leyfa okkur að hlaupa um landareignina og á þessum líka fínu hestastígum sem þau hafa útbúið. Myndir í  albúmi.

 


Árshátíð Frískra Flóamanna og Fríska Sólheimahlaupið 27. september

IMG_6356

Þann 27. september ætla Frískir Flóamenn að gera sér glaðan dag.  Þá verður árshátíð Frískra Flóamanna í Eldhúsinu og hefst hún kl. 19.  Fyrr um daginn verður Fríska Sólheimahlaupið. Farið með rútu frá Sundhöll Selfoss kl. 9.30, hlaupið (eða hjólað) frá Borg kl. 10 að Sólheimum, um 9 km.  súpa á eftir á sanngjörnu verði 1.200.- meðan súpan er snædd verður afhentur framfarabikar Frískra Flóamanna til þess íbúa Sólheima sem hefur sýnt hreyfingaframfarir á árinu.

 

 Heimferð ca kl. 13.30.  


Uppsveitahringurinn, Vestmannaeyjahlaup, María, Sigrún og Wieslaw í öðru sæti.

IMG_6173 - Version 2

Laugardag 6. september voru handin hlaup í uppsveitum Árnessýslu (Uppsveitahringurinn) og í Vestmannaeyjum. Einnig var boðið uppá hjól í uppsveitahlaupinu. Frískir Flóamenn tóku þátt og stóðu sig vel að vanda. Sigrún og Wieslaw hlupu 21 km í Eyjum og urðu bæði í öðru sæti í flokki kvenna og karla.  María var önnur í flokki kvenna í 10 km uppsveitahlaupi en hlaupið var frá Reykholti að Flúðum, Renuka og Svanlaug sprettu einnig úr spori 10 km.  Óli Einars hjólaði 46 km hring á hörkutíma. 

Úrslitin úr Vestmannaeyjahlaupinu eru á http://www.vestmannaeyjahlaup.is/is/sidur/21-km-urslit-2014 og Uppsveitahringnum á hlaup.is


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband