Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Sigrún með bestan ársbesta árangur kvenna í maraþoni

IMG_0726Sigrún Sigurðardóttir í Frískum er með bestan árangur íslenskra kvenna í maraþoni á árinu 3.25.09 sem hún náði í Mnchester í vor.  Þá er Sigrún 9. á lista yfir árangur í hálfmaraþoni með tímann 1.31.49. Þetta kemur fram á nýuppfærðum lista á hlaup.is. 

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavikurmaraþonið var í gær laugardag 23.ágúst og þangað fjölmenntu Frískir Flóamenn og stóðu sig vel að vanda.  Nokkrir fóru heilt maraþon og margir hálft og 10 km. Sveit Frískra í maraþoni varð í þriðja sæti, glæsilegt það. Í sveitinni voru Daníel Reynisson, Wieslaw, Reynir og Vigfús. Vigfús stórbætti sig í maraþoni og Wieslaw bætti sinn tíma. Þá voru margir Frískir í fremstu röð í sínum aldursflokki. Margir hlupu til góðs og söfnuðu til styrktar góðgerðarfélögum, Steini hljóp í björgunarsveitargallanum með allan útkallsbúnað og kláraði með stæl. Enn er hægt að heita á hlaupara í gegnum hlaupastyrkur.is. Úrslitin eru á marathon.is. Myndir í albúmi.IMG 0727

Brúarhlaupið 2014

IMG_0145Brúarhlaupið fór fram í gær laugardag 9. ágúst í blíðskaparveðri. Fjölmenni var í hlaupinu en boðið var upp á 2,8 km, 5 km og 10 km og 5 km hjól. Þrír Frískir komust á pall, öll í 10 km. Wieslaw var þriðji í 50 ára flokki, Ingileif fyrst í 60 ára flokki kvenna og Magnús í flokki 60 ára karla. Aðrir voru að ná hörku tímum og sumir að bæta sinn fyrri árangur. Kári Steinn var fyrstur karla í 10 km á 30.38 og Arndís Ýr var fyrst kvenna á 37.47. Hlaupið var með breyttu sniði í ár, hlaupið var innanbæjar, að miklu leyti á stígum og endað í Sigtúnsgarðinum. Þá var hlaupið hluti af Sumar á Selfossi. Ekki var boðið upp á 21 km eins og verið hefur frá upphafi hlaupsins árið 1991. Ekki var að heyra annað en almenn ánægja væri með breyttar hlaupaleiðir sem er skýlli en fyrri leið og gefur færi á meiri stemningu með hvatningu á leiðinni. Vonandi verða 21 km með á næst ári.  Myndir í albúmi. Úrslitin eru á hlaup.is.

Brúarhlaupið, morgunverður í Sigtúnsgarði

Nú fjölmennum við í Brúarhlaupið á laugardaginn (9. ágúst) allt um það á hlaup.is, en þar er hægt að forskrá sig fram til kl. 16 á morgun föstudag. 
Við ætlum að koma saman og fá okkur morgunverð í tjaldinu í Sigtúnsgarðnum á laugardaginn fyrir hlaup. Vera þar helst fyrir kl. 9 til að komast sem fyrst að. Afhending gagna er í Landsbankanum frá kl 9.
IMG 6232

Hengill Ultra

Hlaupið Hengill Ultra fór fram á Hengilssvæðinu 26. júlí sl. Hlaupnar voru þrjár vegalengdir utan vega, 24, 50 og 81 km.  Áður hefur verið skýrt frá fréttum af 24 km hlaupinu hér á síðunni.  Tíu hlauparar luku 50 km og 12 hlupu 81 km.  Einn Frískur fór 81 km Ágúst Óli og var hann annar í mark á 12:53:01 en Daníel Reynisson sigraði á 10:51:53.   Wieslaw hljóp 50 km og lauk því á 6:33:52 og var fjórði í flokki karla, sigurtíminn var 6:21:03. Flott hjá þeim.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband