Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Sigrún fyrst kvenna í Bláskógaskokki

IMG_9331Bláskóskógaskokk HSK fór fram í dag í blíðskapar veðri stillu og hlýju. Hlaupnar voru 10 mílur (16,1km) á gömlu leiðinni yfir Lyngdalsheiðina frá Gjábakka að Laugarvatni.  Einnig var boðið upp á 5 km hring á Laugarvatni.  Þrjátíu og einn hlaupari tóku þátt, 28 í 10 mílum og 3 í 5 km.  Sigrún Sigurðardóttir var fyrst kvenna í 10  mílum á 71:46 og Óskar Jakobsson var fyrstur karla á 65:18. Fyrst í 5 km var Sigríður Jónsdóttir á 26:40.  Auk Sigrúnar tóku Frísku Flóamennirnir Steingerður og Elín Gunnlaugs þátt í 10 mílna hlaupinu. Hefði nú verið gaman að sjá fleiri Fríska. Myndir í albúmi.

Frískir í Miðnæturhlaupinu

IMG 8369Miðnæturhlaupið var sl.mánudag í Reykjavík.  Hlaupnir voru 5 km 10, km og 21 km. Metþátttaka var í hlaupinu en 2632 voru skráðir til þátttöku. Flestir hlupu 5 km eða 1327, 934 tóku þátt í 10 km hlaupinu og 371 í hálfu maraþoni. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt í hlaupinu en þeir voru um tæplega 500 talsins frá 47 löndum. Flestir erlendu gestanna komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Svíþjóð. Nokkrir Frískir Flóamenn mættu til leiks. Úrslitin eru á marathon.is.

Gullspretturinn

IMG_8273Gullspretturinn var sl. laugardag.  Hlaupið er kringum Laugarvatn, yfir mýrar móa og ár, um 9,5 km.  Tæplega 200 manns tóku þátt í þessu vinsæla hlaupi, þar á meðal nokkrir Frískir Flóamenn. Bestum árangri náði Sarah sem varð 6. í kvennaflokki og Elías en hann varð 18. í karlaflokki. Úrslitin eru á hlaup.is.

Fjöruhlaup laugardaginn 14. júní.

IMG 7385Næsta laugardag verður hið árlega og geysiskemmtilega fjöruhlaup. Miðað er við að hittast við sundlaugina kl 9:30 og sameinast í bíla. Hlaupið verður frá Hafinu bláa kl 9:45-10:00 og endað í sundlauginni í Þorlákshöfn. Þar geta þeir sem það vilja farið í sund. Með hlaupakveðju skemmtinefndinn.

Sigrún þriðja í Hvítasunnuhlaupi Hauka

Hvítasunnuhlaup Hauka fór fram í gær 9. júni.  Hlaupnir voru 14 km og 17,5 km að hluta til utan vega. Fjölmenni var og alls luku 182 lengra hlaupinu, 

IMG 8323

meðal þeirra voru Sigrún, Wieslaw, Renuka og Auður. Sigrún var þriðja í kvennaflokki á 1:28:39 og Wieslaw var 13. í karlaflokki á 1:24:07.  Renuka kom í markn á tímanum 1:54:23 og Auður var á 2:05:18.


Grafningshlaupið í grenjandi rigningu

Það var geinilega gaman í Grafningshlaupinu hjá Pétri og Lísu ef marka má myndir á hlaup.is, þrátt fyrir grenjandi rigningu.  100 manns luku hlaupinu og þar af voru nokkrir Frískir.  Úrslit í hlaupinu og myndir má sjá á hlaup.is. 

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband