Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
29.5.2014 | 18:03
Frískir Flóamenn í Fjölnishlaupinu
Fjölnishlaupið var í dag en í því er geyst 10 km leið um Grafarvoginn í Reykjavíkurborg. Leiðin er ekki slétt og endað er í brekku. Frísku Flóamennirnir, Sigrún, Ingvar, Ingileif og Sarah tóku þátt í hlaupinu og stóðu sig vel að vanda. Sigrún endaði á tímanum 42:42 og var 5. í kvennaflokki. Ingvar rann yfir marklínuna á 43:13 og var 22. í flokki karla. Sarah rann skeiðið á 47:47 og Ingileif hljóp kílómetranan tíu á 59:24. Til hamingju öll. Úrslitin og myndir eru á hlaup.is.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2014 | 16:36
Intersporthlaupið undan vindi. Sigrún enn með met.
Intersporthlaupið undan vindi, hlaupið okkar Frískra Flóamanna fór fram í dag. Þrjátíu og fimm hlauparar mættu til leiks í blíðskaparveðri, hægum andvara sól og blíðu. Hlaupnir voru 10 km. Fyrst kvenna í mark var Sigrún okkar Sigurðardóttir og enn á Selfoss og HSK-meti, timinn var 40.58. Fyrstur karla var Ívar Trausti Jósafatsson á tímanum 36.42. Margir voru að setja sína bestu tíma enda brautin slétt og bein og vindurinn aldrei í fangið.
Aðrir Fríski sem fóru á pall voru Ingileif, Steingerður, Björk, Sverrir, Stebbi og Wieslaw. Myndir í albúmi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið