Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Frískir Flóamenn í Fjölnishlaupinu

IMG 9300

Fjölnishlaupið var í dag en í því er geyst 10 km leið um Grafarvoginn í Reykjavíkurborg.  Leiðin er ekki slétt og endað er í brekku. Frísku Flóamennirnir, Sigrún, Ingvar, Ingileif og Sarah tóku þátt í hlaupinu og stóðu sig vel að vanda. Sigrún endaði á tímanum 42:42 og var 5. í kvennaflokki. Ingvar rann yfir marklínuna á 43:13 og var 22. í flokki karla.  Sarah rann skeiðið á 47:47 og Ingileif hljóp kílómetranan tíu á 59:24.  Til hamingju öll.  Úrslitin og myndir eru á hlaup.is.

 

 


Intersporthlaupið undan vindi. Sigrún enn með met.

IMG_8401

Intersporthlaupið undan vindi, hlaupið okkar Frískra Flóamanna fór fram í dag. Þrjátíu og fimm hlauparar mættu til leiks í blíðskaparveðri, hægum andvara sól og blíðu. Hlaupnir voru 10 km. Fyrst kvenna í mark var Sigrún okkar Sigurðardóttir og enn á Selfoss og HSK-meti, timinn var 40.58. Fyrstur karla var Ívar Trausti Jósafatsson á tímanum 36.42.  Margir voru að setja sína bestu tíma enda brautin slétt og bein og vindurinn aldrei í fangið. 

Aðrir Fríski sem fóru á pall voru Ingileif, Steingerður, Björk, Sverrir, Stebbi og Wieslaw.    Myndir í albúmi.

 


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband