Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Frískir hópast til Munchen 2015

IMG 6250

Eins og áður hefur komið fram stefna Frískir Flóamenn á hlaupaferð til Munchen haustið 2015 með Bændaferðum. Staðfesting er komin á því að við fáum 40 sæti þannig að allir sem komnir eru á lista komast með. Nú eru 39 skráðir og ætla 21 að fara í 6 daga ferð og 18 í 4 daga ferðina. Í haust  (okt-nóv) þarf svo að greiða staðfestingargjald.  Nánar um það síðar.


Hlaupaferð til Munchen 2015

1008682_3313658297132_1673116396_o

Eins og áður hefur komið fram erum við að stefna á ferð  til Munchen með Bændaferðum haustið 2015. Utanlandsferðin var rædd á aðalfundinum um daginn og kynnt á facebook og fékk almennt góðar undirtektir. Í Munchen er boðið uppá maraþon, hálft maraþon og 10 km hlaup. Flogið er beint til München þar sem gist verður á hóteli  í þrjár / fimm nætur en velja má milli á 4 og 6 daga ferða. Hlaupið í ár (2014) fer fram sunnudaginn 12. október en í þá ferð er uppselt. Mun að líkindum verða á svipuðum tíma árið 2015.  Höfum verið í sambandi við bændaferðir til að taka frá sæti fyrir hópinn. Þar sem sætafjöldi er takmarkaður (nú þegar hefur annar hópur tekið frá sæti) vilja þeir að við tökum sama hverjir ætla að fara í ferðina, því fyrr því betra.  Köllum við nú eftir hverjir hafa hugsað sér að fara í ferðina. Gefið nafn og takið fram hvort þið viljið styttri eða lengri útgáfuna (4 eða 6 daga ferð) og hvaða vegalend er stefnt á, til að reyna að tryggja að hver fái þá útgáfu sem hún/hann vill.   Vinsamlegast svarið með því að senda á netfangið skolavellir12@simnet.is í síðasta lagi 8. mars nk.   

Hér er slóð þar sem þið getið kynnt ykkur nánar upplýsingar um ferðina 2014 http://www.baendaferdir.is/hreyfiferdir/hlaupaferdir/munchen-marathon-6-dagar.

Að sögn Bændaferða má reikna með að hún verði með líkum hætti 2015 og að verð ferðarinnar breyttist einungis lítilsháttar á milli ára. 


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband