Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Hlaupaferð til Munchen


Eins og áður hefur komið fram stendur til að Frískir Flóamenn fari haustið 2015 í hlaupaferð til Munchen.  Maraþonið fer fram sunnudaginn 11. október og hægt er að velja milli 10 km, hálfsmaraþons og maraþons. Val er á 4 eða 6 daga ferðum.
 Við höfum lof fyrir þá sem eru á lista sem Magnús hefur sent til Bændaferða. 43 nöfn eru á listanum. Ferðin er komin á heimasíðuna Bændaferða og hún er bókanleg þar.


Komið er að að því að hver og einn skrái sig gegnum heimasíðu Bændaferð. Athugið að skrá þarf í ferðina sér og í hlaupið sér. Hver gerir sína bókun og setur sjálfur inn hvaða vegalengd viðkomandi ætlar að hlaupa.

ATH. Að greiða þarf staðfestingargjaldið, 30.000 kr. á mann, við bókun.

Lengri ferðin er hér:
http://www.baendaferdir.is/hlaupaferdir/hlaupaferdir/marathon-i-munchen-6-dagar

Styttri ferðin er hérna:
http://www.baendaferdir.is/hlaupaferdir/hlaupaferdir/marathon-i-munchen-4-dagar

Til að skrá þarf að smella á hnappinn hægra megin á síðunni, þar sem stendur „Bóka ferð“.

Að auki þurfa allir sem ætla að hlaupa að fylla út formið á slóðinni hér fyrir neðan og senda á bændaferðir. Munið að skrá ykkur sem Fríska Flóamenn undir hlaupahóp.
http://www.baendaferdir.is/eydublod/Forms/23/skraning-i-mnchen-marathonid-2015

Síðasti skráningardagur er 10. janúar 2015.

Þegar búið er að skrá sig er hvenær sem er hægt að skrá sig inn á sína bókun og greiða inn á ferðina. Ferðin þarf að vera fullgreidd 8 vikum fyrir brottför. Hægt er t.d. að greiða smá um hver mánaðarmót, til að dreifa greiðslum.

Sætin eru að sjálfsögðu frátekin fyrir hópinn sem er á listanum. 

Athugið að tengiliður okkar varðandi bókanir og ferðina hjá bændaferðum er:
Kristín Thorstensen
Netfang: kristin@baendaferdir.is
Beinn sími: 570 2793

Þið getið haft samband beint við hana varaðndi fyrirspurnir um ferðina, breytingar ofl.

Ef einhver hefur áhuga á að fara en er ekki á listanum getur hann haft samband við Kristínu hjá Bændaferðrum.  

Frekari upplýsingar um ferðina eru á heimasíðu bændaferða
http://www.baendaferdir.is/hlaupaferdir
og um hlaupið á heimasíðu hlaupsins
http://www.muenchenmarathon.de/


Jólahlaup

IMG 9187Skemmtinefndin hefur eftir linnulaus fundarhöld síðustu mánuði komist að samkomulagi um jólahlaupið.

Tími: Fimmtudagur 18.desember 2014 klukkan 17:15
Staður: Farið frá sundlauginni á Selfossi.
Verðlaun verða í boði fyrir besta búninginn.

Gjafaleikur - allir eiga að koma með pakka fyrir ca. 500 kr.

Meira hefur verið ákveðið en mun ekki verða upplýst fyrr en nær dregur það er að segja það sem ekki á að koma á óvart í sjálfu hlaupinu.


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband