Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Þorrapizza í Tryggvaskála

                                                                Fjölmenni kom í Þorrahlaup og Þorrapizzu Frískra Flóamanna sem var í Tryggvaskála í kvöld.  Eftir hlaup var farið í hIMG_7694eita og kalda pottinn í sundlauginni.  Sumir voru í föðurlandinu sem vakti athygli sundlaugargesta en í lauginni var m.a. hópur erlendra ferðamanna sem furðuðu sig á sundfatatísku landans. Þorrapizzurnar frá Kaffi Krús sviku engan. Sjá myndir í albúmi.

Þorrahlaup og þorrapizza 30. janúar.

 Þorrinn er fjórði mánuður ársins saIMG 6958mkvæmt gamla norræna tímatalinu og hefst alltaf á föstudegi milli 19. og 25 janúar. Fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur. Í ár er ber þann dag upp á 24. janúar.  Þorrinn er sá tími þar sem fjölskyldur, vinir, sveitungar og samhlauparar koma saman til að lyfta sér upp, borða íslenskt súrmeti með rófustöppu, kæstan hákarl og fleira.  FrískirIMG 6610 Flóamenn gera sér glaðan dag á Þorranum, hlaupa þorrahlaup og éta síðan hina sérstæðu og gómsæta Þorrapizzu. Hefur sá síður tíðkast í áraraðir. Að þessu sinni varð fimmtudaginn 30. janúar fyrir valinu og verður hlaupið frá sundlauginni á Selfossi kl. 17.15.  Þorrapizzan verður síðan snædd í Tryggvaskála klukkan 19:00, tími fyrir þorrabað eftir hlaup í heita pottinum í Sundhöll Selfoss. Þeir sem vilja sleppa hlaupinu eru velkominr í Þorrapizzuna. Verð 1500 krónur á mann. Þeir sem ætla að mæta í þorrapizzuna láti Maríu Marons vita eða tilkynni sig á fésbókarsíðu Frískra Flóamanna en þar er búið að stofna viðburðurinn og hægt að haka á mæti.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband