Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Fríska Sólheimahlaupið

IMG_8939IMG_8913Um 50 manns hlupu hjóluðu eða gengu í hinu árlega Fríska Sólheimahlaupi í blíðakaparveðri í dag. Hamarsmenn hlupu með okkur. Farið var frá Borg að Sólheimum. Framfarabikar Frískra Flóamanna var afhentur íbúa á Sólheimum. Það var Ólafur Benediktsson sem fékk bikarinn í ár.  Ólafur gengur mikið og að hans sögn gengur hann alla daga nema að hann tekur sér jólafrí.  Takk fyrir góðan dag.

Átta vikna byrjendanámskeið hefst 23. september

IMG 6232

Mánudaginn 23. september hefst hlaupanámskeið fyrir byrjendur undir leiðsögn Sigmundar Stefánssonar. Þetta er í þriðja sinn sem Frískir Flóamenn bjóða upp á slíkt námskeið og hafa þau notið mikilla vinsælda. Námskeiðið stendur í 8 vikur og verða tveir tímar í viku kl. 18:00 á mánudögum og kl. 17:15 á fimmtudögum. Mæting er við Sundhöll Selfoss. Námskeiðið hefst mánudaginn 23. september. Öllum er frjálst að mæta í fyrsta tímann til prufu. Þeir sem ætla að taka þátt í námskeiðinu skráni sig á netfangið friskirfloamenn1@gmail.com í síðasta lagi 26. september.   Gjald fyrir allt námskeiðið er kr. 5000. 


Fríska Sólheimahlaupið laugardaginn 28. september

IMG 6206Hið árlega Fríska Sólheimahlaup fer fram laugardaginn 28. sept nk. Hlaupið er frá Borg kl. 10 að Sólheimum, sem eru um 9 km, einnig er hægt að hjóla. Engin tímataka. Safnast verður í bíla og farið frá sundlauginni á Selfossi kl. 9:30. Eftir hlaup, sund og súpu verður framfarabikar Frískra Flóamanna afhentur íbúa á Sólheimum. Allir eru velkomnir, makar og vinir og aðrir hlauparar eða hjólarar.

Uppskeruhátíð FF 2013 í Eldhúsinu

Frískir Flóamenn fjölmenntu á uppskeruhátíð í Eldhúsinu á laugardaginn eftir Brúarhlaupið.  Snæddar voru kræsingar miklar, veittar viðurkenningar, haldnar tölur, sungið og spilað og haft gaman. Svanlaug fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir í flokki kvenn og Vigfús í flokki karla.  Sigrún var útnefnd besti kvenhlauparinn og Wieslaw besti karlhlauparinn.  Undirbúningsnefndin á þakkir skildar fyrir framtakið og nokkuð ljóst að uppskeruhátíð Frískra Flóamanna er komin til að vera.IMG_6344

Brúarhlaupið 2013

IMG_6144Brúarhlaupið fór fram laugardaginn 7. september. Sumir byrjuðu daginn á að koma saman í morgunverð í Guðnabakaríi.   Frískir Flóamenn fjölmenntu að vanda í Brúarhlaupið og stóðu sig vel. Sumir hjóluðu aðrir hlupu. Nokkur vindur var niður Gaulverjabæjarveginn sem tók í.  Þórir vann 5 km hjólið, Wieslaw var annar í 21 km, Björk var önnur í flokki 40-49 ára í 21 km. Sigmundur vann flokk 60-69 ára  í 10 km með yfirburðum og Ingvar var annar í 10 km 50-59 ára. Úrslitin eru á hlaup.is. Myndir í myndaalbúmi.

Uppskeruhátíð Frískra Flóamanna laugardaginn 7. september

Nú er komið að uppskeruhátíð Frískra Flóamanna sem verður laugardaginn 7. september og hefst kl. 19. Komið verður saman í Eldhúsinu snætt og haft gaman. Annáll verður orðuveitingar ofl. Hver kemur með sína drykki, makar velkomnir. Verð kr. 3.500.  Ská þarf þátttöku á netfangið mariam@sunnulaek.is fyrir miðvikudag.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband