Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Landsmótshlaup á Selfossi 6. júlí opið öllum


 
IMG 1662Á Landsmóti UMFÍ á Selfossi 6. júlí nk. verður 10 km götuhlaup, sem er opið öllum til þátttöku. Ræsing og mark er inni á frjálsíþróttavellinum á Selfossi og er ræsing kl. 10. Leiðin er innanbæjar á malbikuðum göngustígum og stuttur kafli í íbúðargötu. Engin brekka er í brautinni og líkast til er hún ein sú flatasta á landinu. Hlaupið er fram og til baka sömu leið. Brautin verður mæld og tekin út af mælingarmanni frá FRÍ. Þátttökugjald er 3.000 kr sem er sama upphæð og í öðrum opnum greinum á Landsmótinu. Keppt er til stiga á hlaupinu. Skráning er hér á hlaup.is. Netskráningu lýkur föstudaginn 5. júlí kl. 21:00. Keppnisgögn eru afhent milli 8:30 og 9:30 á keppnisdag í húsi FSU sem er gult stórt hús nálægt íþróttavellinum. Þá verður líka hægt að skrá sigKeppt er í karla og kvennaflokki. Keppandi skal tiltaka við skráningu fyrir hönd hvaða sambandsaðila UMFÍ eða íþróttabandalags hann keppir.  Keppanda er heimil þátttaka án þess að tiltaka fyrir hönd hvaða aðila hann keppir en árangur hans reiknast þá ekki til stiga. Nú er um að gera að skrá sig, skella sér svo á landsmótið á Selfoss og bæta sig í 10 km hlaupi.

Frekari upplýsingar um hlaupið veitir: Vigfús Eyjólfsson 694 4093 vigfusey@gmail.com


Esjuhlaupið

Esjuhlaupið var í dag.  Farnar voru 1 til 10 ferðir. Vigfús fór 5 ferðir. Samtals hækkun og lækkun 6000m. Tíminn var 6 klst, 49 mínútur og nokkrar sekúndur. Bæting um 1klst og nokkrar sekúndur frá því í fyrra. Flott hjá Vigfúsi.

Bláskógaskokk

IMG_0198Bláskógaskokk fór fram í dag. Hlaupið var yfir gömlu leiðina yfir Lingdalsheiðina og endað, á Laugarvatni 16,1km. Einnig voru hlaupnir 5 km á Laugarvatni. 22 hlauparar tóku þátt, 15 konur og 7 karlar. Margrét Elíasdóttir var fyrst kvenna í 16 km og Róbert Gunnarsson í karlaflokki. Guðrún Óskarsdóttir Frískum Flóamönnum vann 5 km. Fyrstur Frískra Flóamanna í 16 km var Wieslaw Piotr sem hér er á myndinni. Ingileif Auðunsdóttir var fremst Frískra Flóakvenna í 16 km.

Úrslitin eru á hlaup.is. 


Sigrún fyrst kvenna í Hamarshlaupinu

Sigrún önnur kona í mark
Hamarshlaupið var haldið í gær.  Hlaupið er utan vegar inn Reykjadal innan við Heragerði um 25 km. Þáttakendur voru 76.  Sigrún og Renuka tóku þátt.  Sigrún gerði sé lítið fyrir og var fyrst kvenna á tímanum 2:08:03. Aldeilis flott það.

Strýtuhlaupið

IMG 5284Frískir Flóamenn hlupu og hjóluðu frá Laugarvatni að Strýtu, bústað Sigmundar og Ingileifar, um 12.6 km, í blíðskaparveðri í dag.  Þau buðu uppá ljúffengt hverabakað seitt rúgbrauð, endað í heita pottinum.  Þakir fyrir skemmtilegan dag.

Hlaupið í Laugardal

Sunnudaginn 16. júní er stefnt að því að keyra á Laugarvatn og hlaupa þaðan í bústaðinn hjá Sigmundi og Ingileif en það eru um 12. km. Þar er heitur pottur og huggulegheit og væri skemmtilegt að ljúka vetrinum formlega með þessum hætti, miðað er við að leggja af stað frá sundlauginni klukkan 10 að morgni. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega látið vita, t.d. á facebooksíðu Frískra.

Kallað eftir aðstoðarfólki. Frískir Flóamenn sjá um götuhlaup á Landsmóti og aðstoða við Laugaveginn

IMG 5894

 Laugardagsmorgunin 6. júlí sjáum Frískir Flóamenn um 10km götuhlaupið á Landsmótinu sem haldið verður á Selfossi.Eftir viku verðum við að gefa upp hverjir ætla að vera í brautarvörslu. Hlaupið verður innanbæjar á Selfossi.

Frískir Flóamenn fá greitt fyrir hvern klst sem félagsmenn vinna í sjálfboðavinnu. Þetta verða ca 2-3 klst en ef fólk vill vinna meira við aðrar greinar fáum við líka greitt fyrir það.
Þeir sem geta verið með sendi póst á

Vigfús Eyjólfsson, vigfusey@gmail.com.

Helgina á eftir laugardaginn 13. júlí er Laugavegshlaupið.  Að vanda sjá FF um brautarvörslu. Núna fljótlega verður farið að í raða niður mannskap í brautarvörsluna. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Leif. Hægt að senda póst á leifur@mi.is.  

 

 


Fjöruhlaup

 

IMG_7383

Tólf Frískir Flóamenn og Hamarsmenn skokkuðu Hafnarskeiðið, fjöruna frá Hafinu bláa og enduðu í lauginni í Þorlákshöfn í morgun. Svo skemmtilega vildi til að í dag er alþjóðlegi dagur hafins, en þemað í ár er: Hafið og fólkið. Sumir létu sér ekki nægja aðra leiðina heldur hlupu fram og til baka. Veður var vott, sandurinn fínn og vindur í bakið.  Fínt hlaup.

Myndir í albúmi.


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband