Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Fimmtudagsæfing

Æfingin verður tempóæfing að venju þar sem í boði eru 7 - 14 km. hvort heldur sem farið verður innanbæjar eða Votinn stór eða lítill.

 Byrjendurnir verða  með eins æfingu og á þriðjudaginn..

 KOMASO

 Sigmundur 


Þriðjudagsæfing

Á morgun verðum við með hraða í hagahringnum. Nú er um að gera að taka vel á því daginn farið að lengja og eintóm gleði.

 Byrjendahópurinn bætir 30 sek. við á hlaupum. Gaman hve viðbrögðin hafa verið góð og vonandi að þessi hópur sé komin til að vera !!!

 

Hagahringur hraði - - jpg

 


Trölla-Þorrapítsuhlaup

IMG_6947

Hið árlega og óviðjafnalega Trölla-Þorrapítsuhlaup Frískra Flóamanna fór fram í dag. Prúðbúnir hlauparar stigu í rútu Guðmundar Tyrfingssonar og tóku rúnt um bæinn og Ölfusið undir sagnalist hins snjalla sagnamanns Bjarna Harðarsonar. Bjarni fræddi okkur um tröll og forynjur og sagði frá þjóðlegum fróðleik úr Flóa og Ölfusi.  Frískir sprettu úr spori á milli. Endað í gómsætri Þorrapítsu í Kaffi Krús þar sem Sigmundur var heiðraður í tilefni 60 ára afmælisins. Myndir í albúmi.

 


Fjölmenni á byrjendanámskeiði

 

IMG_6931

Byrjendanámskeið Frískra Flóamanna hófst í dag undir stjórn Sigmundar. Um 60 manns mættu á fyrstu æfinguna, byrjendur sem lengra komnir.  Reyndari hlauparar fóru í Hagaspretti en byrjendahópurinn tók skokk og göngu. Á fimmtudaginn er svo Þorrapítsuhlaup og rútuferð með tröllaívafi.


Trölla-Þorrapítsuhlaup fimmtudag 7. febrúar

Þá er komið að hinni árlegu Þorrapítsu. Í ár verður hún með trölla og óvissu ívafi.
Brottför verður frá Sundhöll Selfoss klukkan 17:15 undir leiðsögn tröllasérfræðingsins Bjarna Harðarsonar. Hlaupið verður á milli trölla og endað á því að fá sér þorrapítsu á kaffi krús.
Gaman væri ef að sem flestir gætu mætt íklæddir lopa td. lopahlaupabuxur eða lopasokkum.
Endilega takið með ykkur vini og vandamenn. Verð fyrir ferð og pítsu er 2000 krónur. Skráning fyrir miðvikudaginn á fésbókarsíðu Frískra.

IMG 2770

 


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband