Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Gamlárshlaup ÍR

IMG 6225

Gamlárshlaup ÍR var í Reykjavík í dag  og er þetta í 38. sinn sem það er haldið. Alls luku 969 manns hlaupinu og hafa aðeins einu sinni verið fleiri. Hlaupnir voru tíu kílómetrar með upphaf og endi við Hörpu. 

Tveir Frískir Flóamenn tóku þátt Renuka og Ingvar.  Renuka kom í mark á 52:12 og Ingvar var á 42:49. Þetta var í 35. Gamlárshlaup Ingvars.  Geri aðrir betur. 

Kári Steinn Karlsson var fyrstur í karlaflokki, hann hljóp á 31:07 en Arndís Ýr Hafþórsdóttir var fyrst í kvenna, á 37:45.

 

 


Hlaupum um jólin


Hlaupaæfingar um jól:
mánudag (Þorláksmesssu) kl. 14.30 
annan í jólum kl. 10.00

Næsta æfing er á laugardaginn nk. kl.10.00  

Frá sundlauginni eins og alltaf.

IMG 9218

 


Jólahlaup 2013

IMG 9187Hið árlega og óviðjafnanlega jólahlaup Frískra Flóamanna var í dag.  Frískir þeyttust inn og út um gluggann í miðbæ Selfoss og höfðu smá sprell. Komið var við í kirkjugarðinum og farið að leiði Þórs Vigfússonar heiðursforseta Frískra Flóamanna og tendrað kertaljós.  Að lokum var farið í Seylon og skipst á smápökkum. Þar voru Renuka og maður hennar tilbúin með léttar veitingar. Takk takk. Myndir í albúmi.

Jólahlaup fimmtudag 12. desember

Hið árlega jólahlaup Frískra Flóamanna verður fimmtudaginn 12. desember, lagt af stað frá sundlauginni  á hlaupatíma kl.17.15.  Munið eftir jólahúfum og litlum jólapakka (hámarksverð 500 kr.) Stutt hlaup en skemmtilegt.IMG 6712

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband