Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Ókeypis byrjendanámskeið hefst 5. febrúar

Frískir Flóamenn undir undir styrkri stjórn Sigmundar Stefánssonar  þjálfara bjóða nú uppá hlaupanámskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið „Úr sófa í 5km" hefst þriðjudaginn 5. febrúar kl 17.15 við Sundhöll Selfoss. Markmiðið er að geta hlaupið 5 km eftir 9 vikna námskeið. Hlaupið verður með þjálfara þriðjudaga og fimmtudaga kl 17.15 og án þjálfara á laugardögum kl 10.00.  Sams konar námskeið var haldið á sl. vetri og var það mjög vel sótt.

Allar æfingar hjá Frískum Flóamönnum, jafnt hjá byrjendum sem lengrakomnum eru ókeypis

IMG 0795

 


Hlaupið undan vindi í vor

IMG 2982Frískir Flóamenn hafa endurvakið "Hlaupið undan vindi" sem er 10 km hlaup sem haldið var á árunum 2003-2006. Hlaupið er undan vindi upp eða niður Gaulverjabæjarveg eftir því hvernig vindar blása. Brautin er marflöt og því er hlaupið tilvalið til að ná góðum tímum. Nú er bara að reima á sig hlaupaskóna og hefja undirbúning fyrir bætingu á tíma í 10 km hlaupi í  "Hlaupinu undan vindi".

Nýjir búning Frískra Flóamanna

IMG 6729Nú eru nýju búningar Frískra Flóamanna að verða tilbúnir, og jakkar fara í merkinu á morgun miðvikudag. Búninganefnd boðar alla sem hafa pantað búninga í Efnalaugina á fimmtudaginn í næstu viku (17. jan) til að nálgast jakkana merkta og fína. Tækifærið verður líka notað til að ljósmynda hópinn.

Á fimmtudag (10. jan) geta þeir sem eru búnir að borga gallana nálgast buxur og peysur hjá Kidda í Efnalauginni.

Athugið að Þeir sem eiga eftir að borga gallana og ætla að vera með eru vinsamlega beðnir um að greiða sem allra fyrst. Bankaupplýsingar eru 0586-26-413 kt. 420507-0110 kr.16.000,- og merkja innlegg kennitölu.


Frískir í Gamlárshlaupi ÍR

Gamlárshlaup ÍR fór fram á gamlársdag. Hlaupinn var 10 kílómetra hringur og geystust 909 hlauparar frá Hörpunni og komu vindbarnir í mark á sama stað. Kári Steinn var að vanda fyrstur, hljóp á 32:48 mín.  Arndís Ýr Hafþórsdóttir hljóp fremst allra kvenna og kom í mark á 41:02 mín.
Frísku Flóamennirnir 
Ingvar, Vigfús og Magnús tóku þátt.  Þetta var í 34. sinn í röð sem Ingvar hlóp Gamlárshlaupið en þess má geta að þetta var í 37. sinn sem hlaupið var haldið. Geri aðrir betur.  Úrslitin og myndir frá hlaupinu má sjá á hlaup.is

Fimmtudagsæfing.

Hagahringur hraði - - jpgGleðilegt nýtt hlaupaár kæru hlaupafélagar !!! Við byrjum nýtt ár með hressilegri æfingu og byrjum á tempóhlaupi - Hagahringinn - nú er um að gera að taka vel á því eftir allan hátíðarmatinn. KOMASO.

 Sigmundur 


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband