Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Fríska Sólheimahlaupið

IMG_6147Fríska Sólheimahlaupið fór fram laugardaginn 22. september en hlaupið er stuðningshlaup Frískra Flóamanna við íbúa á Sólheimum. Um 40 manns hlupu hjóluðu eða gengu frá Borg að Sólheimum í blíðskaparveðri. Að hlaupi loknu var farið í sundlaugina og síðan snædd súpa á Grænu könnunni og afhentur framfarabikar Frískra Flóamanna en hann hlaut Guðrún íbúi á Sólheimum fyrir góða ástundun, hvatingu og dugnað! Skemmtilegur dagur. Myndir í albúmi.

Fríska Sólheimahlaupið á laugardag 22. september

Frískir Flóamenn að fjölmenna í hið árlega Fríska Sólheimahlaup sem fer fram 22. sept. Hlaupið er frá Borg kl. 15. að Sólheimum, sem eru um 9 km, einnig má hjóla engin tímataka. Engin tímataka allir velkomnir. Safnast verður í bíla og farið frá sundlauginni kl. 14:30.  Ath. ekki rúta.  Eftir hlaup, sund og súpu verður framfarabika Fræískra Flóamanna afhentur íbúa á Sólheimum.  Virkir og óvirkir Frískir Flóamenn mæta og makar og vinir eru velkomnir.

 


Sigmundur þjálfar Fríska Flóamenn

img_7396_2.jpgSigmundur Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari Frískra Flóamanna og verður hann með hópinn í vetur. Fyrsta æfing er í dag þriðjudag  kl. 17:15 og farið er frá Sundhöll Selfoss. Nú er bara að reima á sig skóna og skella sér út að hlaupa. Allir velkomnir ekkert gjald.

Frískir Flóamenn í Brúarhlaupinu

IMG 5922Brúarhlaup Selfoss fór fram í dag. Veður var heldur óhagstætt til hlaupa sv-kaldi og skúrir en hlýtt. Keppt var í 2,5 km 5 km 10 km og 21 km hlaupum og 5 km hjólaðir. Frískir Flóamenn tóku daginn snemma og skunduðu í morgunmat í Guðnabakarí, ræddu um markmið og spáðu í veðrið. Fjölmenntu svo í hlaupið og stóðu sig vel. Ingileif, Ingvar og Sævar komust á pall í 10 km. Hálfmaraþonið (21 km) var jafnframt íslandsmeistaramót og þar stakk Kári Steinn alla af eins og vænta mátti og Valgerður D. Heimisdóttir varð íslandsmeistari kvenna. Framkvæmd hlaupsins var til fyrirmyndar. Myndir eru í albúmi og úrslitin á hlaup.is.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband