Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
27.2.2012 | 22:44
Æfingaáætlun vikuna 27.feb-4.mars
Sælir félagar
Hérna er áætlun vikunnar. Afsaka hér með fjarveru mína undafarnar æfingar, er búin að vera veik og mikið í skólanum!
Vona að allt hafi gengið vel á meðan ég var í burtu og að mætingin hafi verið góð:)
Hlakka til að sjá ykkur á morgun
Kv. Salóme
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2012 | 18:10
Forsaga hlaupahóps Frískra Flóamanna
Á næstunni verða hér á síðunni nokkrir pistlar um sögu Frískra Flóamanna og kemur hér sá fyrsti.
Forsasögu Frískra Flóamanna má rekja til ársins 1992 að nokkrir félagar hlupu hver í sínu lagi frá Sundhöll Selfoss. Voru þetta Þór Vigfússon, Ingvar Garðarsson, Hlöðver Örn Rafnsson og Magnús Jóhannsson. Kom þá upp sú hugmund að hlaupa "langt" saman einu sinni í mánuði. Úr varð sameiginleg langhlaup fyrsta föstudag hvers mánaðar. Var sá háttur hafður á um nokkurra ára skeið. Á árinu 1997 fjölgaði sameiginlegum hlaupadögum og hófst þá sá siður að hlaupa saman tvisvar í viku þ.e. á þriðjudögum og fimmtudögum og síðar, einnig á laugardögum en þó ekki reglulega. Árið 1999, 20. apríl, stofnaði Anna María Óladóttir skokkhóp á Selfossi sem nefndur var Skokkhópur Önnu Maríu, síðar sameinuðust þessir hópar undir nafni Frískra Flóamanna.
Athugasemdir eða viðbótarupplýsingar vinsamlegast sendist til Magnúsar á skolavellir12@simnet.is.
Bloggar | Breytt 25.2.2012 kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2012 | 22:31
Æfingaáætlun vikuna 20.-26.feb
Sælir félagar
Hér er áætlun vikunnar, vona að allir hafi fengið sér allavega eina bollu í dag því að morgun verður tekið á því:)
Kv. Salóme
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2012 | 14:00
Fjöruhlaup í fínu færi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2012 | 20:56
Fjöruhlaup laugardaginn 18. febrúar
Næsta laugardag ætla Frískir Flóamenn að hlaupa í fjörunni til Þorlákshafnar með vinum okkar úr Hveragerði. Farið verður frá sundlauginni á Selfossi kl. 9:30 með rútu að Hafinu bláa þar sem við hittum Hamarsfólkið og hlaupum þaðan. Hlaupiö verður þaðan, um 10 km, að sundlauginni í Þorlákshöfn. Þeir sem vilja geta faðið 5 km og keyrir rútan þangað. Mátulegt fyrir þá sem ekki hafa hlaupið mikið. Farið í sund og svo í Rauða húsið á Eyrarbakka og snædd súpa. Hafið með aura fyrir sundferð og súpu. Áætluð heimkoma er um kl. 14. Skráning á fésbókarsíðu Frískra Flóamanna eða á leifur@mi.is í síðasta lagi fyrir hádegi á föstudag svo það verði pláss í rútunni. Nýliðarnir sem hafa verið svo duglegir að mæta í vonda veðrinu að undanförnu eru sérstaklega velkomnir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2012 | 21:46
Æfingaáæltun vikuna 13.-19.feb
Sælir félagar
Hérna kemur æfingaáætlun vikunnar:) Ég kemst því miður ekki núna á fimmtudaginn(16.feb) og heldur ekki fimmudaginn eftir það(23. feb) en
hún Steinunn ætlar að þjálfa byrjendahópinn fyrir mig, þannig að þið mætið eins og venjulega:) Vill líka hrósa ykkur fyrir góða mætingu þrátt fyrir miður
leiðinlegt veður undanfarið.
Hlakka til að sjá ykkur á morgun
Kv. Salóme
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2012 | 23:15
Æfingaáætlun vikuna 6.-12.febrúar
Sælir félagar
Hér í viðhengi er að finna æfingu vikunnar. Stefni á að hafa vallaræfingu á fimmtudaginn þar sem allir verða saman, bæði byrjendur og lengra komnir, bara gaman:)
Sjáumst á morgun
Kv. Salóme
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2012 | 00:24
Byrjendaprógramm -Næsta æfing
Sælir félagar
Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir æfinguna og þorrapizzuna í kvöld:) Ég er ennþá í skýjunum yfir hversu margir mættu á byrjendanámskeiðið hjá okkur þrátt fyrir rigningu, rok og leiðinlega færð!
Hér í viðhengi er að finna 10 vikna byrjendaprógrammið sem klárast helgina 6.-8. apríl en þá helgi er akkúrat Flóahlaupið þar sem keppt er í 3km, 5km og 10km og tilvalið fyrir þá sem vilja að setja sér markmið um að hlaupa þar og klára prógrammið með stæl:)
Eins og áður sagði er ég ekki á æfingum á laugardögum en Frískir eru vanir að hittast við sundhöllina klukkan 10 og tilvalið að mæta þar og hlaupa saman í hóp og þar verða einhverjir af þeim lengra komnu sem koma ykkur af stað og hlaupa jafnvel með ykkur:) En ykkur er líka frjálst að hlaupa þessa þriðju æfingu vikunnar á öðrum tíma yfir helgina en mikilvægt er að þið hlaupið hana vegna þess að prógrammið gerir ráð fyrir þremur æfingum á viku. Í prógramminu er að finna nákvæmlega hvað á að gera á hverri æfingu, það eina sem þið þurfið er klukka til þess að vita hvenær þið eigið að skiptast á að hlaupa og ganga, einnig er vegalengdin gefin upp í m/km fyrir þá sem eru með gps hlaupaúr.
Æfingin á laugardag er alveg eins og æfingin í dag þ.e. 5 mín rösk ganga og síðan: 60sek skokk og 90sek ganga í 20mín. Næsta vika verður eins en svo eykst álagið smám saman. Ef þið mætið við sundhöllina á laugardag er gott að taka sama hring og í kvöld og ganga bara síðustu metrana að sundhöllinni og munið svo að teygja vel á eftir æfinguna.
Ef eitthvað er óljóst hafið þá samband við mig á e-mailið salomerut89@hotmail.com eða facebook síðu Frískra Flóamanna:)
Kv. Salóme Rut Þjálfari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2012 | 22:18
Um 60 hlauparar mættu á byrjendanámskeið
Byrjendanámskeið Frískra Flóamanna hófst í dag og mættu tæplega 60 hlauparar á fyrstu æfinguna, þrátt fyrir rok og rigninu. Fólk á ýmsum aldri mætti og voru konur í miklum meirihluta. Salóme leiddi hópinn um Selfossgötur. Að hlaupum loknum fór hópurinn í Kaffi Krús og þar var borin fram hin óviðjafnanlega Þorrapizza að hætti Frískra. (sjá myndaalbúm)
Næsta æfing er á laugardag kl. 10 og svo á þriðjudag með þjálfara. Allir eru velkomnir. Sjáumst í endurskinsvestum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið