Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Frá aðalfundi Frískra Flóamanna

IMG_6625Aðalfundur Frískra Flóamanna var haldinn í Selinu þann 29. nóvember. Fundurinn var fjölsóttur og markt rætt. Formaður fór yfir árið og viðburði þess. Fjáröflunarleið félagsins var aðstoð við Laugavegshlaupið. Gekk það mjög vel og fengu Frískir Flóamenn hrós fyrir. Fram kom að búninganefnd væri búin að ganga frá pöntun á nýjum búningum frá Brooks, munu þeir verða skærgulir. Félagar eru hvattir til að greiða þá inná reikning félagsins (sjá facebooksíðuna). Sigmundur tók við þjálfun hópsins nú í haust og hefur mæting verið góð og nýir hlauparar verið að bætast í hópinn. Hugmynd kom fram um að vera með byrjendanámskeið eftir áramót. Vigfús gaf ekki kost á sér í stjórn og kom Magnús inn í stjórnina í hans stað. Voru Vigfúsi þökkuð góð störf.  Frískir Flóamenn hafa tekið að sér að sjá um 10 km keppnishlaup á landsmóti UMFÍ sem verður á Selfossi í byrjyn júlí. Þá er og í bígerð að Frískir sjái um heilsuskokk fyrir mótsgesti. Frískir munu og aðstoða við Laugavegshlaupið sem verður um miðjan júlí. Framundan eru ýmsir fleiri viðburðir sem semmtinefnd mun skýra frá innan tíðar.

Aðalfundur Frískra Flóamanna fimmtudag 29. nóvember

Fimmtudagskvöldið 29 nóvember kl: 20:00 verður haldinn aðalfundur Frískra Flóamanna í selinu. Er ekki um að gera að fjölmenna? kveðja Stjórnin

CIMG0967


Þriðjudagsæfing.

Hagahringur hraði - - jpgÁ morgun þriðjudag verður hraða hringi í Hagahverfinu, áhersla er á að hita vel upp og keyra rólega niður í restina. Munum vestin og góða klæðnað í kuldanum. Sigmundur

Fimmtudagsæfing

Tempóhringir innanbæjarÁ morgun fimmtudag verðum við með tempóæfingu þar sem í boði verða 7 - 13 km. innanbæjar muna eftir að hita vel upp áður.

Sigmundur 


Þriðjudagsæfing.

Hagahringur hraði - - jpgSælir félagar góðir. Á morgun þriðjudag verðum við með hefðbundin hraðahring. Lykilatriði eru jöfn skref og áreynsla. Besta kveðja, Sigmundur

Fimmtudagsæfing

Pyramid íþróttavelliSælir félagar góðir á morgun breytum við til og verðum með æfingu á íþróttavellinum, þar sem við tökum svo kallaðan pyramida. Byrjum á rólegri upphitun. Skýring á æfingunni sjáið þið á meðfylgjandi mynd hér að neðan.

Nýir hlaupagallar

Mátun á nýjum hlaupafötum Frískra FlóamannaIMG 9436 verður á morgun fimmtudag 8.nóv. kl. 20:00 í Efnalaug Suðurlands. Þeir sem ætla sér að kaupa pakkann eru hvattir til að mæta því ekki verður um annan tíma að ræða.

þriðjudagsæfing

Sælir félagar góðir.

Æfing morgundagsins verður sami hraðahringur og í síðustu viku 3,5 km x 2 . Við tökum lengri upphitun en þá eða c.a. 2,5 km.

Hlaupakveðja, Sigmundur


Fimmtudagsæfing

Við verðum með tempóæfingu í dag, en umfram allt þá skulið þið klæða ykkur vel !!

Kveðja, Sigmundur


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband