Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Brúarhlaupið á laugardag

IMG 9300Brúarhlaup Selfoss verður nk. laugardag 3. september. Boðið er upp á hjólreiðar (5 km) og 2,5 km, 5 km, 10 km og  21 km hlaup. Hálfmaraþonið er jafnframt Íslandsmeistaramót. Hjólreiðar hefjast kl. 11:00, hálfmaraþon kl. 11:30 og aðrar vegalengdir kl. 12:00. Kort með hlaupaleiðunum er að finna á hlaup.is. Skráning fer fram á hlaup.is og í Landsbankanum á Selfossi. Einnig á hlaupadag frá kl. 09:00 í Landsbankanum á Selfossi. Afhending keppnisgagna, til þeirra sem hafa forskráð sig á netinu, er í Landsbankanum á Selfossi frá kl. 09:00 á laugardarinn. Nú er um að gera að reima á sig hlaupaskóna og velja sé vegalengd við hæfi.

Að loknu Reykjavíkurmaraþoni


IMG_1461Reykjavíkurmaraþon fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 20. ágúst. Frískir Flóamenn fjölmenntu og hlupu ýmist 10 hálft eða heilt maraþon. Steini fór sitt þriðja maraþon á árinu og á aðeins eitt eftir til að ljúka fimmunni, sem er fjögur maraþon og Laugavegurinn á sama ári. Vigfús og Ægir voru að fara sitt fyrsta maraþon og stóðu sig með príði. Kiddi Marvins fór einnig maraþonið. Ingileif hljóp hálft og það gerði Anna Gína einnig, var það hennar fyrsta hálfa. Birna, Renuka, Hrund, Magnús Öfjörð, Jón, Ingvar og Sigmundur runnu einnig hálft. Sigmundur var að bæta sig í hálfu, var á tímanum 1:28:15 og var með fyrstu mönnum í 50 ára flokki. Timi Sigmundar er sá fjórði besti sem íslendingur hefur náð í hálfu maraþoni í flokki 55-59 ára. Sveinn og Magnús létu sér nægja að fara 10 km, það gerðu Helgi, Elín, Eydís, Guðmundur Tryggvi, Linda, Hannes, Leifur, Aðalsteinn, Þórir og Daði sem var hraðastjóri fyrir 50 mín. Frískir Flóamenn hlupu til styrktar góðgerðarfélögum, flestir fyrir Parkinson samtökin og söfnuðu helling. Hafsteinn renndi sér hálft maraþon til styrkta samtökunum og kláraði með sóma.  Tímarnir í hlaupinu eru á hlaup.is. Myndir eru í albúmi. Smile

Reykjavíkurmaraþon á laugardaginn

img_8950.jpgNú styttist í Reykjavíkurmaraþon sem verður nk. laugardag.  Það er alltaf mikil stemning yfir þessu hlaupi og því til valið fyrir alla Fríska að taka þátt.  Eins og undanfarin ár er hægt að heita á félagana sem hlaupa á hlaupastyrkur.is.  Þar eru þegar komnir nokkrir Frískir og fer fjölgandi. Flestir þeirra hlaupa til stuðnings Parkinsonsamtökunum.  Nú er um að gera að sýna stuðning og fara inn á síðuna;  hlaupastyrkur.is til að heita á hlaupara. Sjá frekar síðustu frétt.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband