Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Norðurlandameistaramót í 10 km brautarhlaupi á Selfossi

Í dag fór fram NM í 10 km brautarhlaupum kvenna og karla á vígslumóti nýja frjálsíþróttavallarins á Selfossi. Finnar unnu bæði kvenna og karlahlaupið.  Níu kepptu í karlaflokki og þar sigraði Finninn Jarkko Hamberg á 30:35,90 mín. Sænskur hlaupari leiddi hópinn mest allt karlahlaupið sem tók á í vindinum svo hann varð að gefa eftir í lokin. Daninn Michael Nielsen varð annar á 30:38,13 mín, 0,24 sekúndum á undan Morten Fransen.Í kvennahlaupinu hlupu átta konur og varð Elina Lindgren frá Finnlandi fyrst þeirra NM í 10 km Selfossi 2011á 35:06,64 mín en önnur varð Louise Wiker frá Svíþjóð á 35:34,42 mín. Nina Chydenius frá Finnlandi varð þriðja á 35:45,79 mín. Aðeins einn keppandi var frá Íslandi, Arndís Ír, og var hún síðust í sterkum hópi kvenna. Veður var heldur óhagstætt talsverður vindur og svalt. Aska frá Grímsvatnagosinu barst yfir svæðið skömmu eftir að hlaupinu lauk. Fjórir Frískir Flóamenn töldu hringina með dyggri aðstoð Sigurbjarnar Árna Arngrímssonar.

Hlaupa-Fjör í Flóa

IMG 9436Frískir Flóamenn ætla að hlaupa í morgunkaffi frá Selfossi að Þingborg 28. maí nk. en þá er hátiðin Fjör í Flóa og allir velkomnir í veglegt morgunverðarhlaðborð. Þetta eru ca. 10 km. Stefnt er að því að leggja af stað frá sundlauginni kl. 9.30. Sameinast verður um bíla til baka eða einhverjir fengnir til að sækja okkur, eða bara skokka aftur á Selfoss.

Breyttur hlaupatími

Nú er vorveður alla daga og breytt tíð frá því sem var í apríl og því tilvalið að drífa sig að fara að skokka. Fyrir þá sem hafa verið að hlaupa er tími til að huga að æfingum sumarsins, setja markmið, auka þolið, bæta hraðann, en um fram allt að hafa gaman af. Hlaupatími Frískra Flóamanna er núna kl. 17:15 á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 10 á laugardögum og kl. 10:30 á sunnudögum. Hlaupið er frá Sundhöll Selfoss. Allir velkomnir ekkert æfingagjald.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband