Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Gamlárshlaup Frískra Flóamanna

Frískir Flóamenn ætla að haupa saman á æfinguartíma á gamlársdagsmorgun kl. 10. Hlaupið verður innanbæjar og ætlar Helga að taka á móti Frískum með kaffi og kökum eftir æfingu.

Af draugahlaupi á Móraslóðir

IMG_2703Draupahlaup Frískra Flóamanna á Móraslóðir fór fram í dag í blíðskapar veðri stillu en svölu og myrku. Leiðsögumaður var sagnameistarinn Þór Vigfússon sem sagði sögur af Móra og hans fylgisveinum og meyjum eins og honum einum er lagið. Farið var í rútu og stoppað á leiðinni hlaupið og skyggnst eftir Móra sem var áreiðanlega á sveimi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum (sjá albúm). Leitað var svara við spurningunnin; var Móri hlaupari? Niðurstaðan varð að Móri hafi hlaupið þar til hann komst á flug. Móri varð til árið 1784 þegar piltur nokkur sem flúið hafði í Móðuharðindunum austan úr Vestur-Skaftafellssýslu endaði ævi sína í Skerflóði vestan við Stokkseyri eftir að hafa verið úthýst af bæ þar skammt frá. Hátt í 50 manns sóttu þessa skemmtilegu draugahlaupaferð og slógust félagar úr skokkhópi Hamars í Hveragerði með í för.

Er Móri Hlaupari? Draugahlaup á Móraslóðir 29. des.

Munið draugahlaup á Móraslóðir með Þór Vigfússyni fimmtudaginn 29. des. Farið verður með bíl frá sundlauginni á Selfossi kl. 18:30. Skyldi Móri vera hlaupari. Sjá frekar hér að neðan.

Æfingaáætlun vikuna 19.-25. desember

Sælir félagar

Hér er áætlun vikunnar:) Gleðileg jól og hafið það gott yfir hátíðirnar og munið að vera bara hæfilega kærulaus ekki

sleppa hlaupunum alveg.

Kv. Salóme Rut

Þriðjudagurinn 20. desember

Rólegt hlaup sirka 8-9km

Upphitun: Hlaupið rólega niður að á

Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur- Út fyrir á-Miðtún-Ártún-Eyrarvegur-Fossheiði-Nauthagi-Suðurhólar-Erlurimi-Langholt-Austurvegur-Heiðmörk-Árvegur

Bankavegur-Sundhöll

Niðurlag: Gengið einn hring í kringum sundhöllina og teygt vel á

Fimmtudaguirnn 22. desember

Fartleikur- Cirka 6km

Fartleikur er í raun hraðaleikur þar sem þið stjórnið ferðinni, ákveðið t.d. að hlaupa hratt að næsta ljósastaur, spretta 100m, hlaupa hægt 300m o.s.frv.

Gerir hlaupið mjög skemmtilegt og tekur helling á ef maður er svolítið harður við sjálfan sig.

Upphitun: Hlaupið rólega niður á Austurveg

Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Austurvegur-Suðurhólar-Erlurimi-Langholt-Austurvegur-Bankaveguir-Sundhöll

Niðurlag: Gengið einn hring í krinum sundhöllina og teygt vel á

Laugardagurinn 24. desember (Aðfangadagur)

Ekkert betra en að taka gott hlaup til að byrja góðan dag:) Þarf ekkert að vera alltof langt, allt er betra en ekkert!

Rólegt- Langt sirka 8-16Km

Leiðin er ykkar val en munið að teygja vel á eftir hlaupið

Draugahlaup á Móraslóðir

 


IMG 0651

Draugar, álfar, huldufólk, tröll og ýmsir vættir og kynjaverur geta verið á kreiki í kringum áramótin. Af því tilefni bjóða Frískir Flóamenn upp á draugahlaup á Móraslóðir með Þór Vigfússon í broddi fylkingar. Farið verður með langferðabifreið frá sundlauginni fimmtudaginn 29 desember kl. 18:30 og stoppað hér og þar á leiðinni, skokkað og skyggnst eftir Mórum og Skottum og eflaust lumar Þór á einhverjum mergjuðum sögum. Síðasta stopp er á Kríukránni þar sem verður hægt að kaupa sér eitthvað hjartastyrkjandi eftir allan draugaganginn. Áætluð tímalengd er ca 2 tímar og ekki er gert ráð fyrir löngum hlaupum á leiðinni svo þetta verður við allra hæfi. Áhugasamir eru beðnir um að tilkynna þátttöku á fésbókarvef Frískra eða á leifur@mi.is.

Á æfingunni á gamlársdagsmorgun verður hlaupið innanbæjar og ætlar Helga að taka á móti frískum með kaffi og kökum eftir æfingu. Hlaupakveðjur stjórnin.


Æfingaáætlun vikuna 12.-18. des

Sælir félagar

Takk kærlega fyrir síðast, skemmti mér mjög vel í jólahlaupinu! Ég er komin í tveggja vikna frí en er
væntanleg aftur á milli jóla og nýárs. Hvet ykkur til þess að vera dugleg að hlaupa yfir hátíðirnar,
skiptir miklu máli. Hérna er áætlun vikunnar.... það er spáð hlýindum fyrir sunnan á morgun þannig að
ég set hraða æfingu á morgun en svo er rólegt á fimmtudaginn og langt á laugardaginn.

Gangi ykkur vel
Kv. Salóme Rut

Þriðjudagurinn 13. desember

Vaxandi hlaup sirka 8km(Skipta leiðinni upp í 4 hluta, 4x 2km) Fyrsti hlutinn rólegur en svo bætt í og síðasti hlutinn á góðum hraða

-Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg

Leiðin: Sundhöll-Bankvegur- Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur- Langholt-Tryggvagata-Norðurhólar-Nauthagi-Fossheiði-Eyrarvegur-
Austurvegur-Bankavegur- Sundhöll

Niðurlag: Gengið hring í kringum höllina og teygt vel á

Fimmtudagurinn 15. desember

Rólegt hlaup sirka 7-8km

Upphitun: Hlaupið rólega niður á Austurveg

Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Austurvegur- Eyrarvegur- Fossheiði- Gagnheiði-Suðurhólar- Erlurimi-Hlaupið í gegnum garðinn milli Langholts og Engjavegar- Engjavegur- Langholt
Austurvegur-Heiðmörk- Árvegur- Bankavegur- Sundhöll

Niðurlag: Gengið í kringum sundhöllina og teygt vel á

Laugardagurinn 17. desember

Langt hlaup á þægilegum, viðráðanlegum hraða (10-14km)

Leiðin er ykkar val:)


Jólahlaup Frískra Flóamanna á fimmtudaginn

Smile  Hið árlega jólahlaup Frískra Flóamanna verður á æfingu fimmtudagurinn 8. desember. Allir hlaupa saman skemmtilega jólaljósaleið innanbæjar. Muna að mæta með jólasveinahúfur. Sjá æfingaáætlun. 

Æfingaáætlun vikuna 5.-11. des

Þriðjudagurinn 6. desember

Bæjarhringur- Vaxandi hlaup cirka 8km ef veður leyfir
Leiðinni skipt upp í 4 x 2km hluta, fyrsu 2km rólegir, næstu 2km hraðar og svo koll af kolli

Upphitun: Hlaupið rólega niður að á

Leiðin: Sundhöll-Bankavegur- Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Erlurimi-Suðurhólar-Fosslandið-
Árvegur-Bankavegur-Sundhöll

Niðurlag: Genginn einn hringur í kringum sundhöll og teygt vel á:)

Fimmtudagurinn 8. desember

Jólahlaup Frískra Flómanna. Allir hlaupa saman skemmtilega leið innanbæjar, jólaljósin skoðuð og haft gaman saman:)
Ath mæta með jólavseinahúfur

Laugardagurinn 10. desember

Langt- Rólegt hlaup (8-14km)

Leiðin er ykkar val:)

Muna að teygja vel á eftir


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband