Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
28.11.2011 | 20:45
Æfingaáætlun vikuna 29. nóvember- 4. desember
Sælir Frískir
Hérna er æfingaáætlun vikunnar
Svona þar sem að það er spáð mjög miklu frosti þessa vikuna er ég ekki að setja inn neinar sprettæfingar. Því að það
auknar líkur eru á meiðslum ef tekið er á því í miklum kulda.
Þriðjudagurinn 29. nóvember
Bæjarhringur- Rólegt- hraðaukning í lokin(sirka 8km)
Upphitun: Hlaupið rólega niður að á
Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Árvegur- Heiðmörk- Langholt- Suðurhólar- Fosslandið- Árvegur- Bankavegur- Sundhöll
Fyrir þá sem vilja fara styttra er hægt að fara Tryggvagötun(sirka 5km) eða Eyrarvegin (cirka 7km)
Niðurlag: gengið í kringum sundhöll og teygt vel á
Fimmtudagurinn 1. desember
Öfugur bæjarhringur, aðeins lengri- Vaxandi hlaup(cirka 9km) Leiðinni skipt í þrjá hluta, fyrstu 3 km rólegir, næstu 3km hraðari og síðustu 3km hraðastir
Upphitun: Hlaupið rólega niður að á
Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Árvegur- út fyrir á- Miðtún- Ártún- Eyrarvegur- Suðurhólar- Erlurimi- Langholt- Austurvegur- Heiðmörk- Árvegur- Bankavegur
Hægt er að stytta t.d. Tryggvagatan(cirka 4-5 km) eða Austurvegurinn (cirka 7-8km)
Niðurlag: Genginn einn hringur og teygt vel á
Laugardagurinn 3. desember
Langt- Rólegt 10-16km
Leiðin er ykkar val:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2011 | 20:08
Æfingaáætlun vikuna 21.- 27. nóvember
Sælir félagar
Hérna er æfingaáætlun vikunnar
Eru ekki allir búnir að taka fram mannbroddana?:)
Kv. Salóme
Þriðjudagurinn 22. nóvember
Bæjarhringur- sirka 8km
Tempó hlaup- Ágætis hraði en þó án þess að streða, hraðar en rólegt hlaup
Upphitun: Hlaupið rólega Bankaveginn
Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Árvegur- Heiðmörk- Austurvegur- Langholt- Erlurimi- Suðurhólar- Norðurhólar- Nauthólar(eftir stíg)- Kirkjuvegur- Engjavegur- Eyrarvegur- Bankavegur- Sundhöll.
Niðurlag: Gengið hringinn í kringum laug og teygt vel áJ
Fimmtudagurinn 24. nóvember
Vallaræfing- Intervalæfing(Píramídi)
Upphitun: Hlaupið Austurveg og Engjaveg upp á íþróttavöll
Aðalþáttur (7 hringir + 1 hringur rólega)
#1: 100m hratt 300m rólega(1 hringur)
#2: 200m hratt 200m rólega (1 hringur)
#3: 300m hratt 100m rólega (1 hringur)
#4: 400m hratt (1 hringur)
2-4mín virk hvíld(ganga og liðka sig)
#5: 300m hratt og 100m rólega (1 hringur)
#6: 200m hratt og 200m rólega (1 hringur)
#7: 100m hratt og 300m rólega (1 hringur)
#8: 1 hringur rólega í lokin (1 hringur)
Allir hringir teknir í röð nema hvílt eftir hring #4. Rólegi þáttur hringsins á að vera mjög hægur til að ná púlsinum vel niður fyrir næsta sprett.
Niðurlag: Hlaupið að sundhöll, gengið hring og teygt vel áJ
Laugardagurinn 26. nóvember
Langt- Rólegt (8-15km)
Leiðin er ykkar valJ
Endilega hlaupið á grasi eða öðru mjúku undirlagi, t.d. fínt að vera á vellinum en auðvitað ekki allan tímann.
Muna að teygja vel á eftir hlaup
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2011 | 17:28
Hlaupið með skokkhópi Hamars
Á fimmtudaginn var lögðu Frískir Flóamenn land undir fót og fóru í Hveragerði og hlupu þar með skokkhópi Hamars. Tíu Frískir mættu og hlupu í Hvergerðskum brekkum undir stjórn Péturs og höfðu gaman af. Heitur og kaldur pottur á eftir í sundlauginni í Laugarskarði. Von er á Hvergerðingum í heimsókn til okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2011 | 22:48
Æfingaáætlun vikuna 14.-20. nóvember
Æfingaáætlun vikunnar:) Skoðið vel fimmtudagsæfinguna, planið er að fara í Hvergerði og hlaupa með hópnum þar.
Kv. Salóme
Þriðjudagurinn 15. nóvember
Æfing: Bæjarhringur- rólegt hlaup, hraðaukning í lokin sirka 1,5- 2,5km
Vegalengd: 9-10km allur hringurinn, hægt að stytta hringinn með því að fara Fossheiði að Tryggvagötu og hlaupa að sundhöll(3-4km) eða halda áfram Eyrarveginn og Suðurhóla og beygja inn Tryggvagötuna og hlaupa að sundhöll(6-7km). Já.is er eitthvað bilað og ég næ ekki að áætla vegalengdir fullkomnlega.
Upphitun: Rólegt hlaup/ganga niður á Árveg
Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur og út fyrir á- Miðtún-Ártún-Eyrarvegur- Suðurhólar-Erlurimi-Langholt- Austurvegur- Heiðmörk-Árvegur, Bankavegur-Sundhöll
Niðurlag: Gengið einn hring í kringum laugina og teygt vel á
Fimmtudagurinn 17. nóvember
Æfing með skokkhópi Hamars í Hveragerði fyrir þá sem hafa áhuga.
Hittumst á sama tíma og alltaf(17:15) við sundhöll og skiptum í bíla. Æfingin í Hveragerði byrjar svo klukkan 17:30.
Skv. Áætlun Hamars er stígandi hraði á fimmtudaginn en það gæti nú verið að það breytist eitthvað.
Endilega fjölmennum og höfum gaman saman
Laugardagurinn 19. nóvember
Æfing: Langt hlaup rólegt, gjarnan stílsprettir inn á milli
Vegalengd: 8-14km fer eftir æfingaákefð hvers og eins
Leið: Mæli með að hlaupa í Hellisskógi ef veður leyfir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2011 | 22:11
Fjölmenni á fyrirlestri Kára Steins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2011 | 16:26
Kári Steinn heldur fyrirlestur í kvöld 8. nóv.
Kári Steinn ætlar m.a. að tala um bakgrunn sinn og hlaupaferil, æfingar, matarræði, hugarfar og hvað er framundan. Hann fjallar einnig um undirbúning sinn fyrir Berlínarmaraþonið þar sem hann sló Íslandsmetið í maraþoni og tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012, en þetta var hans fyrsta maraþon. Kári Steinn er fæddur árið 1986, hann hefur verkfræðipróf frá Berkeley í Kaliforníu þar sem hann æfði og keppti í 4 ár.
Fyrirlesturinn er á vegnum Frískra Flóamanna, hann er opin öllum og aðgangur er ókeypis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2011 | 20:02
Æfingaáætlun vikuna 7.-13. nóvember
Sælir félagar:)
Hérna kemur áætlun vikunnar. Ég er loksins komin heim en því miður er ég í skólanum til 18 á morgun og kemst því miður ekki
á æfingu en skv. stundatöflu á þetta að vera eina æfingin sem ég missi af fram að jólafríi. Ég kem samt á fyrirlesturinn annað kvöld og hitti ykkur kát þar:)
Gangi ykkur vel á morgun
Kv. Salóme Rut
Þriðjudagurinn 8. nóvember
Bæjarhringur (cirka 8km)- Rólegt hlaup + vaxandi 1-2km í lokin
Upphitun: Hlaupið eða gengið rólega niður að Árvegi
Aðalþáttur: Hlaupið rólega en aukið hraðann þegar að um 1-2km eru eftir af leiðinni og klárað hlaupið á ágætis hraða.
Niðurlag: Gengið einn hring í kringum sundhöllina og teygt vel á.
Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Heiðmörk-Suðurhólar(ath malarvegurinn)-Fosslandið-Árvegur-Bankavegur-sundhöll
Hægt er að fara styttra t.d. með því að fara Tryggvagötuna að sundhöll(sirka 5km) eða Eyraveginn(sirka 7km).
Fimmtudagurinn 10. nóvember
Vallaræfing (cirka 5-8km)- Vaxandi hlaup
Upphitun: Hlaupið Austurveginn og Engjaveginn á íþróttavöllinn
6-10 hringir vaxandi hlaup á vellinum. Fyrstu 100m eru tiltölulega rólegir og síðustu 100m frekar hraðir(hver hringur er 400m). Á milli hringja er smá hvíld eða ganga u.þ.b 30sek-1mínúta.
Niðurlag: Hlaupið að sundhöll, gengið einn hring og teygt vel á.
Laugardagurinn 12. Nóvember
Langt hlaup-rólegt (8-15km)
Að sjálfsögðu er leiðin ykkar val en ég mæli með að fara í skógræktina eða Votmúlann því nú er farið að dimma og þá erum við ekkert mikið að fara út fyrir bæinn á virkum dögum.
Muna að ganga einn hring og teygja vel á
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2011 | 16:04
Nýtt útlit á síðunni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið