Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Nýr þjálfari og nýr hlaupatími

friskir_floamenn_1030317.jpgFrískir Flóamenn hafa ráðið nýjan þjálfara, Salóme Rut Harðardóttir.  Salóme er 2. árs nemi við HÍ að Laugarvatni. Hún ætlar að koma til okkar á æfingu nú á fimmtudaginn 30. sept. og mun síðan mæta á þriðjudags- og fimmtudagsæfingar.  Samhliða hefur hlaupatíma verið breytt þannig að farið verður frá sundlauginni á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00.  Aðrir tímar eru óbreyttir.  Minni á að þeir sem ætla að koma í hlaupaferðina að Sólheimum á sunnudaginn láti Önnu Maríu (861 3413) eða Magnús (840 6320) vita í síðasta lagi miðvikud. 29.

Hlaupaferð að Sólheimum 3. október

img_8899.jpgÞann 3. október nk. (ekki 2. eins og til stóð) ætla Frískir Flóamenn að gera sér dagamun og fara í hlaupaferð að Sólheimum í Grímsnesi.  Við söfnumst í bíla við sundlaugina og förum þaðan kl. 9:30.  Förum að Borg í Grímsnesi og hlaupum þaðan að Sólheimum, sem eru um 9 km.  Íbúar á Sólheimum ætla að slást í för með okkur síðasta spölinn.  Eftir hlaup verður farið í laugina á Sólheimum og síðan í léttan málsverð hjá Sölva Hilmars á Grænu Könnunni (um þúsund á mann).  Þá stendur til að færa Sólheimum framfarabikar, sem er ætlaður sem farandbikar til einstaklings á Sólheimum.  Að lokum munum við skoða Sesseljuhús undir leiðsögn.  Heimferð er áætluð um kl. 15.  Fjölmennum og gerum þetta að skemmtilegum degi.  Vinsamlegast tilkynnið þáttöku til Önnu Maríu (s:8613413) eða Magnúsar (s: 840 6320) eða á netfengið skolavellir12@simnet.is í síðasta lagi 29. sept.

Brúarhlaupið 2010

IMG 9300Búarhlaupið fór fram í dag í ágætis veðri, veður var hlýtt og þurrt en nokkur gustur. Fjölmargir hlupu og hjóluðu sumir 2,5 km aðrir 5 km eða 10 km en þeir sem hlupu lengst fóru hálft maraþon (21,1 m). Hlaupið var janframt íslandsmót í hálfu maraþoni. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Helena ólafsdóttir á 1:27:13 og í karlaflokki var Björn Margeirsson íslandsmeistari en hann hljóp á tímanum 1:14:31. Frískir Flóamenn mættu til hlaups eftir góðan morgunmat í Guðnabakaríi og stóðu sig með príði og sumir voru að bæta sig þrátt fyrir vinginn. Skeiðamennirnir Ingileif og Ingvar voru á palli í sínum flokki í 10 km. Myndir frá hlaupinu eru í albúmi.

Minni á Sólheimaferð 2. október þar sem fyrirhugað er að heimsækja Sólheima í Grímsnesi og hlaupa Sólheimahringin (24 km), eða styttra. Nánar síðar.


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband