Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
20.7.2010 | 10:50
Áheitavefur fyrir Reykjavíkurmaraþon opnaður
Eins og áður hefur komið fram ætla Frískir Flóamenn að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni til styrktar Parkinsonsamtökunum. Opnaður hefur verið nýr áheitavefur fyrir Reykjavíkurmaraþon 2010, hlaupastyrkur.is. Hver hlaupari safnar áheitum. Til að hefja söfnun þurfa hlauparar að fara inn á vefinn og velja nýskráning, velja síðan góðgerðarfélag, Parkinsonsamtökin á Íslandi. Hægt er að setja inn mynd af sér og segja hversvegna við hlaupaum fyrir tiltekið málefni. Hægt er að safna áheitum í tveimur flokkum; sem boðhlaupslið eða sem einstaklingur sem tekur þátt í maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km hlaupi eða 3 km skemmtiskokki. Þú þarft að fá einhverja til að heita á þig, einstaklinga eða fyrirtæki og þarft því að láta vita af því að þú ert að hlaupa til að safna áheitum, t.d. með tölvupósti eða á Facebook. Áheit er hægt að greiða með kreditkorti eins og verið hefur undanfarin ár en auk þess er hægt að heita á hlaupara með því að senda sms skilaboð. Minni á íþróttadrykki frá MS sem eru í afgreiðslunni í sundlauginni eftir hlaupaæfingar FF.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2010 | 23:57
Laugavegshlaupið 17. júlí tókst vel.
267 haupar luku Laugavegshlaupinu sem fram fór í dag. 279 lögðu af stað frá Landmannalaugum 12 urðu frá að hverfa. Veðrið var gott en þó var nokkur hiti og sterkt sólskin sem olli heldur miklu vökvatapi. Öskufjúk var ekki til vandræða. Sigurvegari í karlaflokki var Þorlákur Jónsson á tímanum 4:48:0 og í kvennaflokki Helen Ólafsdóttir á tímanum 5:21:12 og er það brautarmet. Þrjár hetjur úr Frískum Flóamönnum hlupu, Karól, Anna María og Anna Stefáns og stóðu þær sig með príði. Þær voru allar að fara sitt fyrst Laugavegshlaup. Myndir eru úr hlaupinu í myndaalbúmi. Úrslit eru á; www.marathon.is/urslit/urslit-2010-ultra
Bloggar | Breytt 19.7.2010 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2010 | 12:13
Drykkir frá MS eftir hlaupaæfingar
Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon sem verður laugardaginn 21. ágúst. Þar ætla Frískir Flóamenn að hlaupa til styrktar Parkinsonsamtökunum. MS ætlar að styðja þetta átak með því að færa okkur íþóttadrykki (sjá http://www.ms.is/Naering-og-heilsa/Heilsuvorur/Hledsla-ithrottadrykkur/). Drykkir verða til reiðu i Sundhöll Selfoss eftir hlaupaæfingar Frískra Flóamanna, þriðjud. og fimmtud. kl. 17:25, laugadaga kl. 10 og sunnudaga kl. 10:30. Nú er ekki seinna vænna en að fara að koma sér í form, mæta á æfingar og svala sé að þeim loknum á uppbyggjandi íþróttadrykk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2010 | 22:17
Fundur um Laugavegshlaupið miðvikudag 7. júlí kl. 20:30
Nú styttist óðum í Laugavegshlaupið sem verður 17. júlí. Annað kvöld (7.júlí) kl.20:30 verður fundur hjá Jóni Frantz og Elfu að Birkivöllum 6, kl 20:30 þar sem farið er yfir málin. Það er nokkuð ljóst að Laugavegurinn verður farinn nema ef það gerir mikið óveður, við þurfum hins vegar að vera við öllu búinn vegna mikillar ösku og væntanlegra vandamála sem fylgja henni. Mikilvægt er að allir mæti sem ætla að aðstoða á Laugavegium. Eins ef þið forfallist annað hvort á fundinn eða á Laugaveginn sjálfan þá endilega látið Jón vita í tíma. Margir hafa hætt við að hlaupa vegna öskunnar en þó eru enn skráðir 320 hlauparar, þannig að allt stefnir í að þetta verði næst stærsta hlaupið frá upphafi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið