Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Nýtt brautarmet í Bláskógarskokki

img_7774_1003622.jpgÞað voru 54 manns sem hlupu Bláskógarskokkið í dag í blíðskapar veðri.   Hlaupið er yfir Lingdalsheiðina að Laugarvatni,  16,1 og 5 km, 44 fóru lengri vegalengdina. Fyrstur allra í mark í 16,1 km var Kári Steinn Karlsson á 53:51 sek sem er nýtt brautarmet. Fyrsta kona í mark var Jóhanna Ólafsdóttir á 1:10:06.  Úrslit eru á hlaup.is. Í tilefni 100 ára afmælis HSK fengu þátttakendur sérmerktan afmælispening. Gaman hefði verið að sjá fleiri Fríska Flóamenn í hlaupinu.

Myndir úr hlaupinu eru í albúmi.


Laugavegshlaupinu hefur ekki verið aflýst

Hlauphaldarar hafa verið að íhuga hvort aflýsa eigi Laugavegshlaupinu vegna ösku sem er á hlaupaleiðinni. Nú hefur verið afráðið að stefna að því að halda hlaupið, þó með þeim fyrirvara að ef mat manna verði það, á dögunum fyrir hlaup, að aðstæður leyfa ekki að hlaupið verði haldið geti reynst nauðsynlegt að aflýst hlaupinu. Þetta kemur fram á heimasíðu hlaupsins marathon.is.

Bláskógarskokkið 26. júní

Bláskógaskokk HSK verður haldið laugardaginn 26. júní nk. og hefst kl. 11:00. Hlaupin verður hin geysifallega leið frá Gjábakka, eftir Gjábakkavegi (Lingdalsheiði), að Laugarvatni. Ein drykkjarstöð er á hlaupaleiðinni og er þar vatn í boði. Reynt verður að takmarka bílaumferð um veginn meðan á hlaupinu stendur.Vegalengdir eru 5 km og 10 mílur (16,09 km) með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 16 ára og yngri,17-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Í 5 km er keppt í flokkum 16 ára og yngri og 17 ára og eldri hjá báðum kynjum.Hægt er að forskrá sig á hlaup.is og greiða með kreditkorti. Forskráningu á hlaup.is lýkur föstudaginn 25. júní kl. 21:00. Skráning verður einnig í íþróttahúsinu að Laugarvatni fyrir hlaup. Allir keppendur þurfa að mæta við íþróttahúsið á Laugarvatni þar sem þeir staðfesta skráningu og fá afhent keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppnisdag. Þaðan verður rútuferð á Gjábakka kl. 10:30. Skráningargjald er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 1.500 kr. fyrir 17 ára og eldri og greiðist áður en hlaup hefst. Innifalið í skráningargjaldi er rútuferð frá Laugarvatni að rásmarki og aðgangur að sundlaugina á Laugarvatni. Allir þátttakendur fá verðlaun. Sérverðlaun verða veitt fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í 16 km. Keppendur fá frían aðgang í sund. Verðlaunaafhending verður á íþróttavellinum á Laugarvatni strax eftir hlaup. Umf. Laugdæla sér um framkvæmd hlaupsins eins og undanfarin ár.Nánari upplýsingar veita Kári Jónsson í síma 824 1260 og Ingvar Garðarsson í síma 482 2730 og 698 5730. Hvet alla til að taka þátt í þessu skemmtilega hlaupi í fallegu landslagi.

Ingileif og Sigmundur hlupu yfir Eyrarsundsbrúna (ath. leiðréttir tímar)

fr8Í gær, 12. júní, tóku Ingileif og Sigmundur þátt í Brúarhlaupinu, sem er hálft marathon og er yfir Eyrarsundsbrúna milli Danmerkur og Svíþjóðar. Þau luku hlaupinu fímum tíma á 2:04. Guðmundur Tryggvi Ólafsson hljóp líka og var hann á tímanum 1:28.  Aldeilis frábær tími.  Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri í Flóahreppi var einnig í hlaupinu og lauk á 2:36. Hlaupið var haldið í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því brúin var vígð en þá var einnig hlaupið yfir brúna. Þátttakendur voru 30 þús.

(Vonandi eru þetta réttir tímar en skráðir tímar eru víst í talverðu rugli) .


Verið er að meta hvort Laugavegshlaupinu verði aflýst. Ný hlaupaleið í undibúningi.

IMG 4342 copyÁkvörðun mótshaldara um hvort Laugavegshlaupi verði aflýst verður tekin í næstu viku. Verið er að meta ástandið á hlaupaleiðinni. Aska er það mikil að ef ástand breytist ekki næstu daga er séð fram á að aflýsa þurfi Laugavegshlaupinu 2010. Ný hlaupaleið er í undirbúningi fyrir skráða þátttakendur.  Ef Laugavegshlaupi verður aflýst þarf hver og einn þátttakandi að ákveða hvað hann vill gera og svara því hvort hann vilji vera þátttakandi á nýrri leið eða hætta alfarið við.Næsta tilkynning um stöðu mála berst 16. júní næstkomandi.(sjá frekar á marathon.is)

Óvissa með framkvæmd Laugavegshlaupsins

IMG 4346 copyEftir að eldgos hófst í Eyjafjallajökli hefur Laugavegshlaupið verið í nokkurri óvissu. Í fyrstu var það spurning hvort fært yrði inn í Þórsmörk en nú er það askan. Aska frá gosinu er nú á öllu Laugavegssvæðinu frá Landmannalaugum í Þórsmörk. Minnst er af henni næst Landmannalaugum en meira eftir þvi sem nær dregur Þórsmörk. Framkvæmdaraðilar eru í sambandi við ýmsa sérfræðinga og hyggjast gefa upplýsingar um stöðu mála í vikunni. Nú er aðeins rúmur mánuður í hlaupadag. Eins og kunnugt er hafa Frískir Flóamenn aðstoðað við hlaupið á undanförnum árum.

Helgi hljóp vel í Stokkhólmsmaraþoni

Stokkhólmsmaraþon var í dag. Yfir tuttugu þúsund manns tóku þátt. Níu Íslendingar hlupu maraþon þar á meðal var einn Frískur Flóamaður, Helgi Sigurgeirsson. Tími Helga var 3:48:53.
Hér að neðan er tangill á millitímana.

http://results.marathon.se/2010/?content=detail&fpid=list&id=0000171386F5940000014EC8&lang=SE&event=STHM&ageclass=


Hlaup og matarræði

Hér er linkur á athyglisverðan fróðleik um hvað mælt er með að hlauparar borði og drekki.

http://issuu.com/marathonsport/docs/kostforedrag_05_05_2010


Gunnlaugur hefur lokið Comradeshlaupinu

Gunnlaugur Júlíusson hljóp 90 km utanvegahlaup 30. maí og lauk því á tæpum 9 klst.
Frásögn Gunnlaugs af hlaupinu er að finna á bloggsíðu Gunnlaugs: www.gajul.blogspot.com/

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband