Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Flóahlaupið 10. apríl

631. Flóahlaup UMF Samhygðar hefst kl. 14:00 10. apríl við Félagslund, Gaulverjarbæjarhreppi.

Vegalengdir, 3 km, 5 km og 10 km allar vegalengdir með tímatöku.

Flokkaskipting, 3 km strákar,  14 ára og yngri, stelpur 14 ára og yngri, 5 km konur opinn flokkur, karlar opinn flokkur.

10 km konur 39 ára og yngri, konur 40-49 ára, konur 50 ára og eldri, karlar 39 ára og yngri, karlar 40-49 ára, karlar 50-59 ára, karlar 60-69 ára, karlar 70 ára og eldri. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar Markús Ívarsson í símum 486-3318 og 695-9263. Skráningargjald 800 kr fyrir 14 ára og yngri og 1500 kr fyrir 15 ára og eldri (óstaðfest). Einungis skráð á staðnum. Ath. að greiða verður með peningum, enginn POSI á staðnum. Innifalið í skráningargjaldinu er hið víðfræga og glæsilega hlaðborð þeirra Flóamanna sem enginn verður svikinn af eftir hlaupið.

Auðvitað mæta allir Frískir Flóamenn í Flóahlaupið. Smile

Markús

Píslarhlaup föstudaginn langa 2. apríl

hlaup_974000.jpg

Píslarhlaupið verður haldið föstudaginn langa, 2. apríl. Mæting í Réttina Úthlíð.

Nú er ekki seinna vænna að mæta á æfingar spennandi hlaup framundan.

Hlaupið er frá Geysi að Úthlíð. Vegalengdir: 10 km - hlaupið frá Geysi að Úthlíð.  5 km - hlaupið frá Múla að Úthlíð.  Lagt verður af stað í bílum áleiðis að Geysi kl. 13.00 sameinast í bíla. 10 km - Ræsing frá bílastæðinu fyrir framan söluskálann að Geysi kl. 13.30.   5 km - Ræsing frá afleggjaranum heim að Múla kl. 13.50,  Keppnisgjald er kr. 1.500 súpa eftir hlaup innifalin. Skráning á staðnum.  Páskaeggjaverðlaun og útdráttarverðlaunHeitir pottar og sturta í Hlíðalaug eftir hlaup.

Píslarhlaupið er krefjandi hlaup þar semminnst er pínu og dauða Jesú Krists í síðustu brekkunni heim að Réttinni í Úthlíð.


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband