Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Sjáumst á hlaupum

Nú er er sól orðin lágt á lofti og orðið dimmt þegar við hlaupum á kvöldæfingum, Því er nauðsynlegt að vera vel merktur. Í gær mætu 29 manns á hlaupaæfinu og hlupu að lögreglustöðinni og þar var tekin mynd af hópnum sem glitraði allur af endurskini. Minni á æfingar á laugardögum kl. 10, þá er gott að nota tækifærið og hlaupa lengra, í björtu. Sjáumst á hlaupum.  Magnús.

Æfingaáætlun vikuna 8.-14. nóvember

Hæhæ Frísku Flóamenn:) Ég hef ákveðið að setja ekki inn æfingaáætlanir hérna á síðuna vegna þess að þær eru einungis fyrir ykkur og hver sem er getur skoðað þessa síðu:) Þannig að hér eftir fáið þið þær bara sendar á maili! Látið mig vita ef þið fáið ekki áætlun senda á mailinu mínu salomerut89@hotmail.com og ég sendi ykkur um hæl:)

 

Kv. Salóme Rut


Fjöruhlaupið

Frábært hlaup í fjörunni. Hvergerðingar mættu á rútu við Hafið Bláa , fjórtán manns mættu frá þeim, en sex manns frá okkur, gleði með samhlaupið enda veður og allar aðstæður eins og best verður á kosið. Eftir sund buðu bændur að Króki í Ölfusi upp á gulrótnadrykk í fordrykk og kjötsúpu í aðalrétt. Bestu þakkir fyrir daginn.Kveðja Sigmundur og Ingileif :-)

Fjöruhlaup á laugardaginn

Boðað er til Fjöruhlaups n.k. laugardag þ.e. frá Hafinu Bláa við Óseyrarbrú til Þorlákshafnar sem eru sléttir 10 km.
Safnast verður saman í bíla við Sundhöll Selfoss þaðan sem farið verður kl.11:15. Á eftir verður hægt að fara í sund í Sundlaug Þorlákshafnar. Hlaupahópur Hamars í Hveragerði mun hlaupa með okkur þetta hlaup.
Látið þetta berast og mætum sem flest. Ingileif og Sigmundur.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband