Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

S.O.S

Óskum eftir starfsfólki til að aðstoða okkur í Úlfljótsvatnshlaupinu sem verður núna 06.06.2009.

Það er alltaf gaman að vinna við hlaup, mikil stemming og gleði í kringum þau.

Endilega hafið samband við okkur ef þið getið liðsinnt okkur.

Pétur: 8446617 og Lísa: 8579903.


Hlaupaplan 26.maí - 28.maí + Mývatnshlaupið

Sæl öll

Þá er komið að því, mývatnshlaupið er um næstu helgi.......

Planið fyrir vikuna er eftirfarandi.

Þriðjudagur 26.maí

Síðasta æfing undirritaðs á þessari vertíð

Upphitun frá sundhöll kl.18:05

Lagt af stað frá sundhöll 18:15

Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Til hægri að Þóristúni. Inn Þóristún að brúnni og meðfram Árvegi, þar sem við gerum smá æfingar. Hlaupið að Byko og inn Engjaveg. (5 km að Sundhöll) Engjavegur alla leið að Eyravegi. Vinstri við Eyraveg og að Suðurhólum. Suðurhólar að Erlurima og þaðan að Langholti. Hægri við Langholtið og hlaupið aftur að Engjavegi og beygt þar í átt að sundlaug.

Fimmtudagur 28.maí

Votmúlahringurinn, litli eða stór. Þeir sem eru á leið á mývatn taka því rólega og fara í pottinn.

Laugardagur 30.maí

Mývatnshlaupið.........

Fyrir þá sem eru ekki á Mývatni

10km
Farið frá Sundhöll og eftir Tryggvagötunni alla leið að Suðurhólum. Beygt til hægri og hlaupið meðfram Suðurhólum alla leið að Eyrarvegi. Til hægri eftir Eyrarvegi og svo vinstri inn Fossveginn(aftur fyrir húsasmiðjuna). Hlaupið eftir Fossvegi og alla leið áfram inn Fossheiðina. Fossheiðin að Fsu og áfram eftir Langholtina að Byko. Frá Byko yfir Austuveg og meðfram ánni alla leið undir brúnna og framhjá kirkjunni. Síðan hlaupið inn Engjaveg og að Sundhöll.

Vil að lokum þakka fyrir veturinn og óska ykkur góðs hlaupasumars

kv. Bragi


Hlaupaplan 18. - 24.maí

Sæl Öll

11.dagar í Mývatn og allir með fiðring í maganum........... 

Hlaupaplan vikunnar er eftirfarandi:

Þriðjudagur 19.maí

Ég verð því miður fjarverandi vegna hinnar vinnunnar minnar en planið er eftirfarandi, mun hanga líka niðrí sundhöll.

Upphitun frá Sundhöllinni kl.18:05

Hlaupið af stað frá Sundhöll kl.18:15

Skokkum niður að Árvegi og að Byko. Hérna er sprett 1 bil milli ljósastaura og 2 skokkuð rólega, eftir Langholtinu og að Erlurima. Beygt til vinstri inn Erlurima og hlaupum að Suðurhólum. Eftir Suðurhólum  og inn Gagnheiðina. Hlaupum síðan eftir Eyrarvegi, undir brúnna og Árveginn að Sundhöll. um 8 km.
Þeir sem vilja hlaupa lengra halda áfram austur og fara annað hvort aftur hjá Byko eða fara Laugardælahringinn.

Teygjur við Sundhöll og síðan er frábært að fara í pottinn.

Fimmtudagur 21.maí Uppstigningadagur

10km
Farið frá sundlaug að Árvegi. Hlaupið að veitunum og beygt til vinstri. Laugardælahringurinn tekin að þjóðveginum. Hlaupið aftur í átt að Selfoss og beygt við Byko. Langholtið hlaupið að Erlurima og beygt þar inn að Suðurhólum. Hlaupið að Eyravegi, undir brúnna og Árveginn að bankavegi. Beygt til hægri að sundlaug.

Laugardagur 23.maí

Votmúlinn, litli eða stóri

Kveðja Bragi


Hlaupaplan 12. - 17. maí

hæ hæ

Hlaupaplanið þessa vikuna lítur svona út

Þriðjudagur 12.maí

Upphitun kl.18:05 við Sundhöllina

Hlaupið af stað kl.18:15 frá Sundhöllinni

Farið frá Sundhöll og eftir Tryggvagötunni alla leið að Suðurhólum. Beygt til hægri og hlaupið meðfram Suðurhólum alla leið að Engjavegi. Til hægri eftir Engjavegi og svo vinstri inn Fossveginn(aftur fyrir húsasmiðjuna). Hlaupið eftir Fossvegi og alla leið áfram inn Fossheiðina. Fossheiðin að Fsu og áfram eftir Langholtina að Engjavegi. Síðan hlaupið inn Engjaveg og að Sundhöll. Gerum æfingar hér og þar þegar veður leyfir.

Teygjur við Sundhöll eftir hlaup

Fimmtudagur 14. maí

10km
Farið frá sundlaug að Árvegi. Hlaupið að veitunum og beygt til vinstri. Laugardælahringurinn hlaupin að þjóðveginum. Hlaupið aftur í átt að Selfoss og beygt við Byko. Langholtið hlaupið að Erlurima og beygt þar inn að Suðurhólum. Hlaupið að Eyravegi, undir brúnna og Árveginn að bankavegi. Beygt til hægri að sundlaug.

Laugardagur 16. maí

Votmúlinn litli eða stóri

kveðja Bragi


Hlaupaplan 4. - 10.maí

Sælir öll

Þá er sumarið að detta inn, komin maí og innan við mánuður í Mývatnshlaupið. Þeir sem ekki eru ákveðnir í að fara geta ákveðið það NÚNA, ekki seinna vænna.

þriðjudagur 5.maí

Upphitun 18:05 við Sundhöll
Hlaupið af stað 18:15 frá Sundhöll

Skokkum út að Toyota og tökum æfingar við Bílasölurnar. skokkum svo til baka og þeir sem klára beint að sundhöll eru þá að klára um 5.km. Þeir sem vilja fara lengra halda áfram eftir Eyravegi og að Suðurhólum. Hlaupa Suðurhólana og beygja inn Erlurima að Langholtinu. Þaðan til hægri eftir Langholtinu, inn Engjaveg og að Sundhöllinni. Þetta eru um 10 km.

Fimmtudagur 7.maí

Þar sem það er stórt hlaup laugardaginn 9.maí á Flúðum taka þeir því létt sem ætla í það.

2 leiðir í dag

6.km
Farið frá sundlaug að Árvegi. Hlaupið að veitunum og beygt til vinstri. Laugardælahringurinn tekin að þjóðveginum. Hlaupið aftur í átt að Selfoss og beygt við Byko. Beygt inn Engjaveg og að sundlaug

12.km
Farið frá sundlaug að Árvegi. Hlaupið að veitunum og beygt til vinstri. Laugardælahringurinn tekin að þjóðveginum. Hlaupið aftur í átt að Selfoss og beygt við Gaulverjabæjarveginn og hlaupinn litli voti.

Laugardagur 9.maí

Flúðahlaup


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband