Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
20.4.2009 | 22:42
Hlaupaplan 20. - 26.apríl
Sæl Öll
Vonandi að allir hafi skemmt sér vel í afmælinu og séu klárir til æfinga.
Þriðjudagur 21.apríl
Upphitun kl.18:05 við Sundhöllina
Hlaupið af stað kl.18:15 frá Sundhöllinni
Skokkum niður að Árvegi og að Byko. Þaðan eftir Langholtinu og að Erlurima, beygt til vinstri inn Erlurima og hlaupum að Suðurhólum. Gerum æfingar eftir Suðurhólum og Gagnheiðinni ef veður leyfir. Hlaupum síðan eftir Eyrarvegi, undir brúnna og Árveginn að Sundhöll. um 8 km.
Þeir sem vilja hlaupa lengra halda áfram austur og fara annað hvort aftur hjá Byko eða fara Laugardælahringinn.
Teygjur við Sundhöll eftir hlaup eins og alltaf
Fimmtudagur 23.apríl Sumardagurinn fyrsti
10km
Farið frá sundlaug að Árvegi. Hlaupið að veitunum og beygt til vinstri. Laugardælahringurinn tekin að þjóðveginum. Hlaupið aftur í átt að Selfoss og beygt við Byko. Langholtið hlaupið að Erlurima og beygt þar inn að Suðurhólum. Hlaupið að Eyravegi, undir brúnna og Árveginn að bankavegi. Beygt til hægri að sundlaug.
Laugardagur 25.apríl kosningadagur
10km
Farið frá Sundhöll og eftir Tryggvagötunni alla leið að Suðurhólum. Beygt til hægri og hlaupið meðfram Suðurhólum alla leið að Engjavegi. Til hægri eftir Engjavegi og svo vinstri inn Fossveginn(aftur fyrir húsasmiðjuna). Hlaupið eftir Fossvegi og alla leið áfram inn Fossheiðina. Fossheiðin að Fsu og áfram eftir Langholtina að Byko. Frá Byko yfir Austuveg og meðfram ánni alla leið undir brúnna og framhjá kirkjunni. Síðan hlaupið inn Engjaveg og að Sundhöll.
kveðja og kjósum nú rétt hvað svo sem það þýðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 12:04
Úrslit úr Píslarhlaupinu 10. apríl
Hér koma úrslitin úr Píslarhlaupinu sem haldið var á Föstudaginn langa.
5 km:
1 | Sindri Pálmson | 240196-3019 | 23.35 |
2 | Rebekka Guðmundsdóttir | 060779-5119 | 24.00 |
3 | Skúli Geir Ólafsson | 190794-3779 | 24.52 |
4 | Pétur Jónsson | 010597-2509 | 46.03 |
5 | Markús Ívarsson | 200747-3649 | 25.58 |
6 | Ágústa Margrét Ólafsdóttir | 260896-2969 | 27.47 |
7 | Tryggvi Ágústsson | 010455-2789 | 29.34 |
8 | Auður Eva Auðunsdóttir | 130379-4789 | 30.29 |
9 | Heiðdís Þorsteinsdóttir | 310560-4139 | 34.06 |
10 | Sigurður Tómasson Hjartarson | 180500-3060 | 37.25 |
10 km:
1 | Aníta Hinriksdóttir | 130196-2209 | 41.34 |
2 | Bryndís Erntsdóttir | 240171-6009 | 41.38 |
3 | Ingvar Garðarson | 290158-5919 | 42.25 |
4 | Jórunn Viðar Valgarðsdóttir | 160669-3659 | 46.03 |
5 | Sigríður E. Sigmundsdóttir | 06-90364-8209 | 48.28 |
6 | Pétur I. Frantzson | 060355-4609 | 49.19 |
7 | Bjarni Rúnar Jónasson | 131091-2149 | 49.41 |
8 | Jón Gauti Jónsson | 010874-5359 | 51.03 |
9 | Hróbjartur Eyjólfsson | 150466-5399 | 51.05 |
10 | Kim Andersen | 120977-2109 | 52.20 |
11 | María Pálsdóttir | 180874-4969 | 53.00 |
12 | Anna María Óladóttir | 140854-3799 | 53.21 |
13 | Gísli E. Jónsson | 250376-4649 | 53.36 |
14 | Linda Björk Sigmundsdóttir | 120480-5539 | 55.41 |
15 | Jóhannes Kristjánsson | 151061-3979 | 56.00 |
16 | Þórunn Elva Bjarkadóttir | 010376-5649 | 56.12 |
17 | Jónas Bjarnason | 130956-3359 | 56.38 |
18 | Hróðný Hanna Hauksdóttir | 130969-3489 | 58.00 |
19 | Ástgeir Ingi Valtýsson | 010197-2529 | 58.36 |
20 | Valtýr Þórisson | 250968-5079 | 58.37 |
21 | Eydís Katla Guðmundsdóttir | 211162-7249 | 59.19 |
22 | Þorsteinn Sverrisson | 160764-4149 | 59.28 |
23 | Daði Friðriksson | 100567-3699 | 59.43 |
24 | Helga Baldursdóttir | 310162-7759 | 60.27 |
25 | Silja Dröfn Sæmundsdóttir | 110272-3409 | 61.33 |
26 | Jónína Birna Björnsdóttir | 201071-4889 | 64.07 |
27 | Inga Sólnes | 110451-4319 | 66.24 |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 22:16
Hlaupaplan 13. - 19.apríl
Sæl Öll
Það er afmælisvika frískra flóamanna og að því tilefni ætla allir að mæta og hlaupa í vikunni.
Nú er ekki nema 47 dagar í Mývatnshlaupið og auðvitað eru allir búnir að setja sér markmið. Nú er því rétti tíminn til að fara að dusta rykið af tjaldinu/tjaldvagninum/fellihýsinu/hjólhýsinu eða húsbílnum. Kanna hvort allar stangir séu heilar eða nóg loft í dekkjunum, já og þeir sem eru grand á því og gista á hóteli þá er gott að panta í tíma. Þessir dagar eru fljótir að hverfa og þá er betra að vera viðbúinn þegar leggja á í hann. Síðan er bara að halda áfram að mæta og æfa vel.
Þriðjudagur 14.apríl
Upphitun kl.18:05 við Sundhöll Selfoss
Hlaupið af stað kl.18:15 frá Sundhöll Selfoss.
Þrekhringur - Langholtshringurinn
3.km
Farið af stað frá Sundhöll og hlaupið að Tryggvagötu, farið að FSu og þaðan Langholtið að Engjavegi. Engjavegur að ljósunum og hægri að sundhöll. Það verða síðan stoppistöðvar á leiðinni þar sem teknar verða æfingar.
Hringtorgið við FSu - 20 hnébeygju
Hulduheimar - 10 armbeygjur + 10 hnébeygjur
Engjavegur við hesthúsin - 20 sprellikarlar
Við Endalínuna - 10 framstig á hvorn fót og 20 kálfalyftur
Hlaupnir verða tveir hringir og síðan létt skokk, teygjur við Sundhöllina í lokinn.
Fimmtudagur 16.apríl
10,5 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Til hægri að Þóristúni. Inn Þóristún að brúnni og meðfram Árvegi. Hlaupið að Byko og inn Engjaveg. Engjavegur alla leið að Eyravegi. Vinstri við Eyraveg og að Suðurhólum. Suðurhólar að Erlurima og þaðan að Langholti. Hægri við Langholtið og hlaupið aftur að Engjavegi og beygt það í átt að sundlaug. Hlaupa á góðu tempói.
Föstudagur 17.apríl - AFMÆLI
Laugardagur 18.apríl
Votmúlinn fyrir þá sem fóru snemma heim úr afmælinum.
kveðja Bragi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 20:46
10 ára afmælishátíð Frískra Flóamanna!!!!!!!!!!
Halló halló!!!!! Er ekki lag að skrá sig á 10 ára afmælishátíð Frískra Flóamanna og vera með í fögnuðinum. Nú fer hver að verða síðastur því að síðasti séns nálgast óðfluga.
Hægt er að skrá sig símleiðis í síma: 8446617/ 8579903
netleiðis: lisus@simnet.is
Og munið að allir eru velkomnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 15:15
Hlaupaplan yfir páskana
Sæl Öll
Nú er páskahátíðin að ganga í garð með tilheyrandi veislustússi og rólegheitum. Þeir sem vilja reyna að nýta góða veðrið og skokka aukalega eða komast ekki í Píslarahlaupið á föstudaginn langa geta nýtt sér eftirfarandi leiðir.
10km
Farið frá sundlaug að Árvegi. Hlaupið að veitunum og beygt til vinstri. Laugardælahringurinn tekin að þjóðveginum. Hlaupið aftur í átt að Selfoss og beygt við Byko. Langholtið hlaupið að Erlurima og beygt þar inn að Suðurhólum. Hlaupið að Eyravegi, undir brúnna og Árveginn að bankavegi. Beygt til hægri að sundlaug.
Síðan eru náttúrulega votmúlahringurinn góður, litli eða stóri
Gleðilega páska
kveðja Bragi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 22:29
Hlaupaplan þriðjudaginn 7.apríl
Halló allir
Set inn þriðjudaginn núna og svo restina af vikunni annað kvöld.
Þriðjudagur 7. apríl
Upphitun kl.18:05 við Sundhöllina
Hlaupið af stað kl.18:15 frá Sundhöllinni
Skokkum niður að Árvegi og að Byko (æfingar ef veður leyfir). Þaðan eftir Langholtinu og að Erlurima, beygt til vinstri inn Erlurima og hlaupum að Suðurhólum. Gerum æfingar eftir Suðurhólum og Gagnheiðinni ef veður leyfir. Hlaupum síðan eftir Eyrarvegi, undir brúnna og Árveginn að Sundhöll. um 8 km.
Þeir sem vilja hlaupa lengra halda áfram austur og fara annað hvort aftur hjá Byko eða fara Laugardælahringinn.
Nú er búið að segja upp Sandvíkursalnum og því teygjum við fyrir framan Sundhöllina eftir æfingu.
kv. Bragi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 16:14
Hlaup hlaup en ekki gúmmíhlaup!
Viljum vekja athygli ykkar á að þeir sem hafa áhuga á að taka æfingarhlaup á morgun laugardaginn 4 apríl að það er stutt til okkar í Úlfljótsskálann ef þið viljið fá góða hlaupafélaga og breyta um umhverfi. Ef hlaupin er heill hringur í kringum sogið gerir það 26km. Vel er hægt að fara styttri vegalengdir og lengri ef menn vilja.
Endilega að vera með. lagt verður af stað kl 10:00
Góð sturtuaðstaða og gufa eftir hlaup.
Allir velkomnir.
Kveðja Pétur og Lísa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið