Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hlaupaplan 30. mars - 5. april

sæl Öll

Það skiptast á skin og skúrir. annan daginn heldur maður að það sé komið vor en síðan er snjór upp fyrir hné daginn eftir. Sem betur fer skín sólinn eitthvað svo hálkan fer fljótt. 

Hlaupaplan vikunnar er eftirfarandi:

Þriðjudagur 31.mars, síðast dagur í salnum

Upphitun við Sundhöll Selfoss kl.18:05
Skokkað af stað frá Sundhöllinni kl.18:15

Skokkum Engjaveginn að hesthúsunum. Þaðan eftir Langholtinu og að Erlurima, beygt til vinstri inn Erlurima og hlaupum að Suðurhólu. Gerum æfingar eftir Suðurhólum og síðan eftir Gagnheiðinni. Hlaupum síðan eftir Eyrarvegi, undir brúnna og Árveginn að Sundhöll. um 6,5 km.
Þeir sem vilja hlaupa lengra halda áfram Árveginn og fara annað hvort beint inn hjá Byko eða fara Laugardælahringinn.

Síðan er þrek í síðasta skipti í salnum um kl.19:00

Fimmtudagur 2. apríl

Votmúlahringurinn, farið upp Gaulverjabæjaveginn og annað hvor hlaupinn stóri eða litli.

Laugardagur 4.apríl

10km
Farið frá sundlaug að Árvegi. Hlaupið að veitunum og beygt til vinstri. Laugardælahringurinn tekin að þjóðveginum. Hlaupið aftur í átt að Selfoss og beygt við Byko. Langholtið hlaupið að Erlurima og beygt þar inn að Suðurhólum. Hlaupið að Eyravegi, undir brúnna og Árveginn að bankavegi. Beygt til hægri að sundlaug.


Hlaupaplan 23. - 29.mars 2009 + Flóahlaupið

Hæ allir

Minni á Flóahlaupið, laugardaginn 28.mars, farið frá Félagslundi kl.14:00, nánar neðar á síðunni.

Planið fyrir þesssa viku er eftirfarandi: 

Þriðjudagur 24.mars

Upphitun 18:05 við Sundhöll
Hlaupið af stað 18:15 frá Sundhöll

Skokkum út að Toyota og tökum æfingar við Bílasölurnar. skokkum svo til baka og aðeins lengra þeir sem vilja.

Þrek og teygjur um 19:00 fyrir þá sem vilja í Sandvíkursalnum

Fimmtudagur 26.mars

Hlaupið af stað kl.18:15 frá Sundhöll, þeir sem ætla í flóahlaupið á laugardaginn skokka rólega í dag og teygja síðan vel á.

4km
Farið frá Sundhöll og eftir Tryggvagötunni alla leið að Suðurhólum. Beygt til hægri og hlaupið meðfram Suðurhólum. Beygt inn til hægri, Norðurhólana og farið inn Nauthagann alla leið að Fossheiðinni. Beygt til hægri í átt að Sundhöll.

10km
Farið frá Sundhöll og eftir Tryggvagötunni alla leið að Suðurhólum. Beygt til hægri og hlaupið meðfram Suðurhólum alla leið að Engjavegi. Til hægri eftir Engjavegi og svo vinstri inn Fossveginn(aftur fyrir húsasmiðjuna). Hlaupið eftir Fossvegi og alla leið áfram inn Fossheiðina. Fossheiðin að Fsu og áfram eftir Langholtina að Byko. Frá Byko yfir Austuveg og meðfram ánni alla leið undir brúnna og framhjá kirkjunni. Síðan hlaupið inn Engjaveg og að Sundhöll.

Muna að teygja vel á á eftir.

Laugardagur 28.mars - Flóahlaupið, skyldumæting hjá frískum flóamönnum

Staður og tímasetning
Hefst kl. 14:00 við Félagslund, Gaulverjarbæjarhreppi.

Vegalengdir

  • 3 km með tímatöku
  • 5 km með tímatöku
  • 10 km með tímatöku

Flokkaskipting

3 km

  • Strákar 14 ára og yngri
  • Stelpur 14 ára og yngri

5 km

  • Konur opinn flokkur
  • Karlar opinn flokkur

10 km

  • Konur 39 ára og yngri
  • Konur 40-49 ára
  • Konur 50 ára og eldri
  • Karlar 39 ára og yngri
  • Karlar 40-49 ára
  • Karlar 50-59 ára
  • Karlar 60-69 ára
  • Karlar 70 ára og eldri

Verðlaun
Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar Markús Ívarsson í símum 486-3318 og 695-9263.

Skráning
Skráningargjald 800 kr fyrir 14 ára og yngri og 1500 kr fyrir 15 ára og eldri (óstaðfest). Einungis skráð á staðnum. Ath. að greiða verður með peningum, enginn POSI á staðnum.

Innifalið í skráningargjaldinu er hið víðfræga og glæsilega hlaðborð þeirra Flóamanna sem enginn verður svikinn af eftir hlaupið.

kveðja Bragi


Árshátíð!!!!

 Árshátíð gaman gaman.

Nú er ákveðið að haldin verður Árshátíð Frískra Flóamanna og áhangenda.

Hulum-hæið verður í apríl 2009. Eftir mikla leit að húsi þar sem Perlan, Hótel Holt og aðrir sambærilegir staðir voru uppteknir var ákveðið að leita hér heima.

Nánar auglýst síðar. Hvar?????

EN þar sem kokkurinn vill fá að vita hverjir koma ekki, ætlum við að biðja ykkur hin að skrá ykkur strax og senda inn netfangið ykkar þar sem við munum senda ykkur allt um Árshátíðina. Eftir því sem allt um hana skýrist.

Skemmtilegasta nefndin.Tounge


Hlaupaplan 16. - 22.mars

Sæl Öll

Þá eru kominn inn nokkur skipulögð hlaup sem hægt er að taka þátt í á vormánuðum

Dagskrá vikunnar er þó eftirfarandi:

Þriðjudagur 17.mars

Upphitun 18:05 við Sundhöll Selfoss
Hlaupið af stað 18:15 frá Sundhöll Selfoss

Hlaupum eftir Engjavegi að hesthúsunum og beygjum til hægri við Langholtið. Hlaupum að Erlurima og beygjum inn til vinstri. Förum Erlurima að Suðurhólum. Hlaupum Suðurhólana að Gagnheiði í tempósprettum. Hlaupum eins til baka og síðan rólega að Sundhöll. Fer nánar yfir þetta áður en lagt er af stað.

Þrek í salnum um 19:00 fyrir þá sem þora!!!

Fimmtudagur 19. mars

6.km
Farið frá sundlaug að Árvegi. Hlaupið að veitunum og beygt til vinstri. Laugardælahringurinn tekin að þjóðveginum. Hlaupið aftur í átt að Selfoss og beygt við Byko. Beygt inn Engjaveg og að sundlaug

10km
Farið frá sundlaug að Árvegi. Hlaupið að veitunum og beygt til vinstri. Laugardælahringurinn tekin að þjóðveginum. Hlaupið aftur í átt að Selfoss og beygt við Byko. Langholtið hlaupið að Erlurima og beygt þar inn að Suðurhólum. Hlaupið að Eyravegi, undir brúnna og Árveginn að bankavegi. Beygt til hægri að sundlaug.

Laugardagur 21.mars
Gæti orðið Flóahlaup en það skýrist í vikunni. Þar mæta náttúrulega allir galvaskir. Ef Flóahlaupið er 28.mars hlaupum við bara votmúlahringinn í dag.

kv Bragi


Hlaupadagskrá vorsins

Nú fer að líða að árlegum hlaupaviðburðum og hér nefni ég þau hlaup sem þegar hafa verið ákveðin.

Flóahlaup: Skv. hlaup.is verður Flóahlaupið þann 28. mars nk klukkan 14:00 frá Félagslundi í Gaulverjabæ. Pétur sagði hins vegar að það yrði næstu helgi, þann 21. mars. Það kemst á hreint í vikunni.

Píslarhlaup: Ekki ákveðið.

Maríuhringur: Þann 9. maí verður hlaupinn Maríuhringurinn sem liggur frá Flúðum og út í sveitina austan við Flúðir, hjá Hruna, og aftur að Flúðum. Þessi hringur er um 14 km en hægt verður að fara styttri vegalengdir líka. 

Mývatnsmaraþon: Þann 31. maí er hlaupið í kringum Mývatn.
Sjá nánar: Mývatnsmaraþon

Líklega er ég að gleyma einhverju og endilega látið mig vita ef svo er.

kv. Guðrún Lára


Hlaupaplan vikuna 9. - 15.mars

Sæl Öll

Þá er enn ein hlaupavikan runnin upp með hækkandi sól á lofti, en talsverðum kulda. Við látum það þó ekki á okkur fá og höldum áfram að mæta. Það eru bara kettlingar sem sitja heima.

Hlaupaplan vikunnar er eftirfarandi:

Þriðjudagur 10.mars

10.5 km

Upphitun kl.18:05 og svo hlaupum við saman af stað kl.18:15 frá Sundhöll.
Skokkum niður að Árvegi og til hægri að MS. Það eftir Langholtinu og beygjum inn Erlurima að sunnulækjarskóla og beygjum til hægri við skólann. Hlaupum beint áfram alla leið að Nauthaga og beygjum inn til hægri og förum eftir Nauthaga að Fossheiðinni. Til vinstri þar að Eyravegi og aftur til vinstri og hlaupið að bæjarmörkum, beygti inn Suðurhólana og þeir farnir alla leið að Erlurima. Þaðan að Langholti og til hægri og síðan inn Engjaveginn að Sundhöll  

Fimmtudagur 12.mars

4,0km
Hlaupið að ljósunum við Tryggvagötu og beygt til vinstri inn Engjaveg. Hlaupið að Langholti, beygt til hægri og Langholtið hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Sunnulækjarskóla og beygt til hægri inn að hringtorginu við Tryggvagötu. Tryggvagata hlaupinn að sundlaug.

10 km
Hlaupið að ljósunum við Tryggvagötu og beygt til vinstri inn Engjaveg. Hlaupið að Langholti, beygt til hægri og Langholtið hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Suðurhólum. Suðurhólarnir farnir að Eyravegi. Eyravegur að Þóristúni, Þóristúnið framhjá kirkjunni undir brúnna og áfram að MS. Yfir að Byko og áfram Langholtið að FSu og í átt að Sundhöll. Hlaupa á jöfnum hraða og enda á spretti síðustu metrana.

Muna að passa sig á hálkunni og teygja á eftir æfingu.

Laugardagur 14.mars  Powerade hlaupið

Mæting við Sundhöll kl.10:00. Hlaupið er 10km hver á sínum hraða.

 Kveðja Bragi


Hlaupaplan 3. - 8.mars

Sæl Öll

Þá er það hlaupaplan vikunnar.

3.mars
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Til hægri að Þóristúni. Inn Þóristún að brúnni og meðfram Árvegi. Hlaupið að Byko og inn Engjaveg. Engjavegur alla leið að Eyravegi. Vinstri við Eyraveg og að Suðurhólum. Suðurhólar að Erlurima og þaðan að Langholti. Hægri við Langholtið og hlaupið aftur að Engjavegi og beygt það í átt að sundlaug.

Ef aðstæður leyfa munum við stoppa á ákveðnum stöðum og taka aukaæfingar

5.mars

4 km.
Frá Sandvík yfir að Árvegi. Vinstri í átt að brúnni. Yfir brúnna og að hringtorginu við Toyota. Farið til hægri og hlaupið eftir Hrísmýrinni og aftur til baka að brúnni. Hlaupið eftir Austurvegi að Sundhöll.

10,5 km.
Frá Sandvík yfir að Árvegi. Vinstri í átt að brúnni. Yfir brúnna og að hringtorginu við Toyota. Farið til hægri og hlaupið eftir Hrísmýrinni og aftur til baka að brúnni. Hlaupið eftir Eyravegi að Suðurhólum, beygt inn Tryggvagötu að Fsu. Langholtið að Byko og yfir Austurveg að Árvegi í átt að Sundhöll.

7.mars
Stóri Votmúlahringurinn

kveðja Bragi


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband