Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
23.2.2009 | 22:58
Hlaupaplan 23.feb - 1.mars
Sæl Öll
Hlaupaplanið fyrir þessa vikuna er eftirfarandi:
Þriðjudagur 24.feb
Upphitun kl.18:05 við Sundhöll Selfoss
Hlaupið af stað kl.18:15 frá Sundhöll Selfoss.
Þrekhringur Langholtshringurinn
3.km
Farið af stað frá Sundhöll og hlaupið að Tryggvagötu, farið að FSu og þaðan Langholtið að Engjavegi. Engjavegur að ljósunum og hægri að sundhöll.Æfingar á leiðinni
Hringtorgið við FSu 20 hnébeygju
Hulduheimar 10 armbeygjur + 10 hnébeygjur
Engjavegur við hesthúsin - 20 sprellikarlar
Við Endalínuna 10 framstig á hvorn fót og 20 kálfalyftur
Létt skokk í restina
Þrek í sandvíkursalnum kl.19:00 c.a. og svo teygt á
Fimmtudagur 26.feb
4,0 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Farið yfir að Fossveginum. Hann hlaupinn alla leið aftur að Eyravegi. Beygt til hægri og Eyravegur hlaupinn í átt að Austurvegi. Beygt til vinstri við Þóristún og hlaupið að brúnni og inn að Árvegi. Bankavegur hlaupinn að Sundlaug.
10,5 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Til hægri að Þóristúni. Inn Þóristún að brúnni og meðfram Árvegi. Hlaupið að Byko og inn Engjaveg. Engjavegur alla leið að Eyravegi. Vinstri við Eyraveg og að Suðurhólum. Suðurhólar að Erlurima og þaðan að Langholti. Hægri við Langholtið og hlaupið aftur að Engjavegi og beygt það í átt að sundlaug. Hlaupa á góðu tempói.
Laugardagur 28.feb
10 km.
Hlaupið að Tryggvagötu í átt að Sunnulækjarskóla, beygt inn Dælengið til hægri og svo út Miðengið, hægri að Lágengi, inn þar og svo út Suðurengið. Beygt til hægri að hringtorginu við Suðurbyggðina. Haldið áfram að Suðurhólum, til hægri að Eyravegi og farið eftir honum að Engjavegi. Beygt til Vinstri að MS og þaðan farið eftir Árveginum að brúnni. Hlaupið áfram í átt að kirkjunni og aftur inn á Engjaveginn í átt að sundhöllinni.
kveðja Bragi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 15:54
Hlaupaplan vikuna 16.feb - 21.feb
Hæ Allir
Þá er maður stiginn upp úr pestinni sem hefur vægast sagt komið og farið síðustu vikuna. Vona að þið hin hafið sloppið við þetta. Nú styttist óhjákvæmilega mikið í vorið sem er gott og hefur maður tekið eftir því að birtan endist aðeins lengur fram á daginn sem er líka gott. Það styttist líka í Mývatnshlaupið 30.maí en nú eru 103 dagar til stefnu....og tíminn líður. Það er enn tími til að setja sér markmið til að stefna á fyrir hlaupið. Munið að keppt er í nánast öllum vegalengdum 3, 10, 21 og 42km svo allir í fjölskyldunni eiga að finna sér hlaup við hæfi.
Planið fyrir þessa viku er á þessa leið.
Þri. 17.feb.
Upphitun 18:05 við Sundhöll
Hlaupið af stað 18:15 frá Sundhöll
Skokkum út að Toyota og tökum æfingar við Bílasölurnar. skokkum svo til baka og aðeins lengra þeir sem vilja.
Þrek og teygjur um 19:00 fyrir þá sem vilja í Sandvíkursalnum
fim. 19.feb
Hlaupið af stað kl.18:15 frá Sundhöll
4km
Farið frá Sundhöll og eftir Tryggvagötunni alla leið að Suðurhólum. Beygt til hægri og hlaupið meðfram Suðurhólum. Beygt inn til hægri, Norðurhólana og farið inn Nauthagann alla leið að Fossheiðinni. Beygt til hægri í átt að Sundhöll.
10km
Farið frá Sundhöll og eftir Tryggvagötunni alla leið að Suðurhólum. Beygt til hægri og hlaupið meðfram Suðurhólum alla leið að Engjavegi. Til hægri eftir Engjavegi og svo vinstri inn Fossveginn(aftur fyrir húsasmiðjuna). Hlaupið eftir Fossvegi og alla leið áfram inn Fossheiðina. Fossheiðin að Fsu og áfram eftir Langholtina að Byko. Frá Byko yfir Austuveg og meðfram ánni alla leið undir brúnna og framhjá kirkjunni. Síðan hlaupið inn Engjaveg og að Sundhöll.
Muna að teygja vel á á eftir.
Laugardagur 21.feb
Lagt af stað kl.11:00 frá Sundhöll
10km
Hlaupið að ljósunum og beygt til vinstri inn Engjaveg. Hlaupið að Langholti, beygt til hægri og Langholtið hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Suðurhólum. Suðurhólarnir farnir að Eyravegi. Eyravegur að Þóristúni, Þóristúnið framhjá kirkjunni undir brúnna og áfram að MS. Yfir að Byko og áfram Langholtið að FSu og í átt að Sundhöll.
kveðja Bragi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 08:24
Hlaupaplan þri. 10. feb, fim. 12.feb, og lau. 14.feb Powerade dagur
sæl Öll
Við byrjum vikuna á góðri æfingu þriðjudaginn 10.feb.
Lagt verður af stað í upphitun 18:05 frá Sundhöll og síðan hlaupið frá sama stað kl.18:15. Farið verður að Suðurhólum og hlaupið þar í stuttum sprettum. Eftir hlaupin er þrek í Sandvíkursalnum fyrir þá sem vilja.
Fimmtudagur 12.feb
4,0km
Hlaupið að ljósunum við Tryggvagötu og beygt til vinstri inn Engjaveg. Hlaupið að Langholti, beygt til hægri og Langholtið hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Sunnulækjarskóla og beygt til hægri inn að hringtorginu við Tryggvagötu. Tryggvagata hlaupinn að sundlaug.
10 km
Hlaupið að ljósunum við Tryggvagötu og beygt til vinstri inn Engjaveg. Hlaupið að Langholti, beygt til hægri og Langholtið hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Suðurhólum. Suðurhólarnir farnir að Eyravegi. Eyravegur að Þóristúni, Þóristúnið framhjá kirkjunni undir brúnna og áfram að MS. Yfir að Byko og áfram Langholtið að FSu og í átt að Sundhöll. Hlaupa á jöfnum hraða og enda á spretti síðustu metrana.
Muna að passa sig á hálkunni og teygja á eftir æfingu.
Laugardagur 14.feb Powerade hlaupið
Mæting við Sundhöll kl.10:00. Hlaupið er 10km hver á sínum hraða.
Kveðja Bragi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 20:57
Hlaupaplan fyrir 3. og 5. febrúar
Þriðjudagur 3.febrúar 2009
Mæting 18:05 fyrir þá sem vilja taka upphitun og síðan verður hlaupið af stað kl.18:15 frá Sundhöll.
4,0km
Hlaupið að ljósunum og beygt til vinstri inn Engjaveg. Hlaupið að Langholti, beygt til hægri og Langholtið hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Sunnulækjarskóla og beygt til hægri inn að hringtorginu við Tryggvagötu. Tryggvagata hlaupinn að sundlaug.
10 km
Hlaupið að ljósunum og beygt til vinstri inn Engjaveg. Hlaupið að Langholti, beygt til hægri og Langholtið hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Suðurhólum. Suðurhólarnir farnir að Eyravegi. Eyravegur að Þóristúni, Þóristúnið framhjá kirkjunni undir brúnna og áfram að MS. Yfir að Byko og áfram Langholtið að FSu og í átt að Sundhöll.
Eftir hlaupin er þrek í Sandvíkursalnum fyrir þá sem vilja.
Fimmtudagur 5.febrúar 2009
Þorrahlaup að hætti frískra flóamanna. Mæting kl.18:05 við Sundhöllina. Eftir sameiginlegt hlaup verður farið í bað og þaðan í þorrapizzu í Selinu við íþróttavöllinn.
kv. Bragi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 15:22
Þorrapizza fimmtudaginn 5.febrúar kl.20:00 í Selinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið