Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár.

Kæru hlaupafélagar!

Þá er árið 2008 á enda komið. Margt skemmtilegt hefur drifið á daga okkar en hæst standa þó ný störf hjá okkur báðum, ævintýraferð til Tíbet og síðast en ekki síst útskriftin hennar Lísu.

Haustið var svolítið öðruvísi hvað hann Pétur varðar, hann tók sér langþráð frí frá þjálfun eftir 15 ára starfsferil. Þannig að við höfum haft meiri tíma saman í sveitinni.

Frábært að mæta bara á æfingar og láta aðra um að seigja sér fyrir verkum.

Poweaide hlaupin gengu mjög vel síðasta vetur en hafa valdið okkur vonbrigðum í haust hvað fáir hafa mætt. Og höfum við þannig ákveðið að síðasta hlaupið verður í byrjun mars og verður verðlaunaafhendingin í Reykjavík með Reykjavíkur-Poweraidinu.

Jólaballið sem við ætluðum að halda fyrir fyrir Fríska Flóamenn og fjölskyldur gekk ekki vegna dræmra þátttöku. En undirbúningur fyrir slíka skemmtun er mikill, bakstur,setja gott í poka, söngprógramm, spilara, jólasveinar og margt fleira en reynum aftur næsta ár.

Nú skulum við gera árið 2009 að frábæru hlaupaári og setja stefnuna að Mývatni.

Í byrjun júní ætlum við að vera með hlaup hér í sveitinni. Boðið verður uppá vegalengdirnar ca. 10km, 20km og 30km. Nánar um þetta síðar.

Takk fyrir gott ár og gerum næsta ár enn betra.

Kveðja Pétur og Lísa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband