14.3.2018 | 17:19
Af aðalfundi Frískra Flóamanna
Aðalfundur Frískra Flóamanna var haldinn í Selinu 13. mars sl. Magnús fór yfir skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta í starfi hópsins milli aðalfunda. Jötunnhlaupið, sem haldið var 1. maí í samstarfi við Jötunn Vélar, er arftaki Intersportshlaupsins. Hlaupnir voru 5 og 10 km innanbæjar á Selfossi. Frískir aðstoðuðu að venju við Laugavegshlaupið í samstarfi við Björgunarfélag Áborgar. Í smíðum er endurnýjun á samningi við ÍBR um aðstoð við hlaupið og er Björgunarfélag Árborgar nú aðili að samningnum. Samningurinn er til 3ja ára og samkvæmt honum verður 45% hækkun á greiðslum til félagsins á samningstímanum. Uppskeruhátíð var í október og þar voru veittar viðurkenningar fyrir árangur í hlaupum á árinu. Strandfáni með merki FF er í pöntun og styttist í að nýjir hlaupagallar verði afhentir. Abba fór yfir reikninga, þar kom fram að helstu tekjurnar voru af Laugavegshlaupinu en einnig varð nokkur afgangur af Jötunnhlaupinu. Helstu útgjöld eru laun til þjálfara. Nokkur afgangur var af rekstrinum á sl. ári. Þá var gengið til kosninga. Anna Björg og Magnús gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Í þeirra stað komu inn í stjórnina Eydís Katla og Bárður og var Eydís kjörin formaður. Í stjórn eru núna auk þeirra, Aðalbjörg sem er gjaldkeri, Sigurður sem er ritari og Svanlaug. Rædd var hlaupaferð til Tallin í haust og stefnt að annari ferð á árinu 2019. Fundurinn var vel sóttur en 20 Frískir mættu á fundinn.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.