21.10.2017 | 14:02
Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð Frískra Flóamanna var haldin í Tryggvaskála 20. október sl. Eftir gómsætan málsverð happdrætti og Fríska hlaupabúningasýningu voru að venju veittar viðurkenningar til hlaupara. Kvenhlaupari ársins er Arna Ír. Hún hefur verið mjög ötul við æfingar á árinu og náði feikna góðum árangri í keppnishlaupum bæði í götuhlaupum og utanvega. Fór 21 km í Miðnæturhlaupinu og náði þar sínum besta tíma. Fór Laugaveginn og varð 3. í sínum aldurflokki og bætti tíma sinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hún setti tvö HSK og Selfossmet í sínum aldursflokki á árinu, í hálfmaraþoni í Reykjavík og í Laugavegshlaupinu. Vigfús var valinn karlhlaupari ársins. Hann byrjaði að stunda hlaup árið 2009 og fór þá fljótlega að hlaupa með Frískum Flóamönnum. Hefur verið mög duglegur að taka þátt í hlaupum, lætur sig yfirleitt aldrei vanta. Tók í ár nokkur Poweradehlaup, fór í Flóahlaupið, Jötunnhlaupið, Kambahlaupið, Esjuhlaupið, Icelandairhlaupið, Ölkelduhlaupið, Bláskógaskokkið, Snæfellsjökulshlaupið, Laugaveginn, 21 km í Reykjavíkurmaraþoni, 24 km í Hengil Ultra og hálft maraþon í haust í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. Vigfús stóð sig vel í þessum hlaupum og á Laugaveginum bætti hann tíma sinn um meira en 20 mín þrátt fyrir mótvind og erfiðar aðstæður. Óskar fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir karla. Óskar er búinn að hlaupa með Frískum í mörg ár mætt vel á æfingar og sýnt miklar framfarir. Hét því fyrir nokkrum árum að fara Laugaveginn 2017. Lagði þess vegan áhersku á utanvegahlaup í ár fór m.a. í Esjuhlaupið og stóð sig vel. Fór á Laugarveginn en varð því miður að hætta var óheppinn með erfiðar aðstæður. Auður fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir kvenna. Auður hefur verið mjög dugleg við æfingar á árinu og mætt vel í hópinn. Lagði sérstaka áherslu á utanvegahlaup og fór vítt og breitt um landið til að taka þátt í utanvegahlaupum. Fór m.a. í Icelandairhlaupið, Gullsprettinn, Esjuhlaupið, Snæfellsjökulshlaupið, Jökulsárhlaupið og 10 km í Reykjavíkurmaraþoni og náði þar sínum besta tíma. Í skenmmtinefnd voru Dýrfinna, Eydís Katla og Össur og gaf hún kost á sér áfram nema að í stað Össurar kemur Abba. Þakkir skemmtinefnd og til hamingju hlauparar. Myndir í albúmi.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.