8.10.2017 | 16:25
Fríska Sólheimahlaupið og framfarabikar FF
Fríska Sólheimahlaupið fór fram laugardaginn 7. október í fínu veðri. Hlaupið og hjólað var frá Borg í Grímsnesi og að Sólheimum sem er um 9 km, engin tímataka. Að því loknu afhentu Frískir Flóamenn bikar til þess íbúa á Sólheimum sem sínt hefur mestar framfarir í hreifingu á árinu. Að þessu sinni var það Ólafur Hauksson sem hlaut bikarinn en hann er mjög duglegur að hreifa sig og þarf litla hvatningu, en er hvatning fyrir aðra. Hægt er að fullyrða að hann hreifi sig manna mest, í vinnu og utan. Hann er alinn upp á göngu og útivist, þar sem faðir hans er mikill útivistarmaður og hlaupari. Ólafur er góður sundmaður, göngumaður og hjólagarpur. Hann er einstaklega duglegur í umhverfismálum og er með hugan við endurvinnslu alla daga.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.