Leita í fréttum mbl.is

Af aðalfundi Frískra Flóamanna

20170307_210500Aðalfundur Frískra Flóamanna var í gær í Selinu. Farið var yfir helstu viðburði síðasta árs, stöðu fjármála, kosið í stjórn og rætt um hvað er framundan. Sitjandi stjórn var endurkjörin, en hana skipa Svanlaug, Anna Björk, Sigurður sem er ritari, Aðalbjörg gjaldkeri og Magnús formaður. Meðal viðburða síðasta árs, má nefna Þorrapizzu, hlaupanámskeið, byrjendanámskeið, Intersporthlaupið, velgjörðarfélag FF, aðstoð við Laugavegshlaupið, hlaup yfir Fimmvörðuháls, Fríska Sólheimahlaupið, uppskeruhátíð, fyrirlestur um fjallahlaup og jólahlaup. Fjármálin standa vel en aðal tekjulind FF er aðstoð við Laugavegshlaupið. Æfingar verða fram til sumars undir stjórn Sigmundar.  Framundan er fræðslufundur um hlaup og álagsmeiðsl sem verður 23. mars í Tíbrá. Þann 1. maí standa FF, í samvinnu við Jötunn Vélar, fyrir 5 og 10 km götuhlaupi. Svo er aðstoð við Laugaveginn 15. júlí en þar þurfum við um 35 manns. Töluverðar umræður voru um verkefnin framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband