18.1.2017 | 21:38
Frískir Flóamenn í samstarf við Jötunn vélar
Frískir Flóamenn hafa samið við Jötunn vélar um fjárstuðnig og samstarf, en samnigur þess efnis var undirritaður í húsakynnum Jötunn véla við Austurveg á Selfossi mánudaginn 16. janúar sl. Um er að ræða fimm ára samning sem hefur það einkum að markmiði að stuðla að aukinni hreyfingu og útivist almennings. Það verði m. a. gert með því að halda götuhlaup á Selfossi a.m.k. einu sinni á ári hverju. Hlaupið heitir Jötunnhlaupið og verður haldi í fyrsta sinn þann 1. maí 2017. Í boði verða 5 og 10 km með tímatöku. Vegalengdir verða löglega mældar af mælingarmönnum Frjálsíþróttasambands Íslands. Hefjast hlaupin og enda við verslun Jötunn véla við Austurveg. Frískir Flóamenn munu sjá um kynningu, skipulagningu og framkvæmd hlaupanna í samvinnu við Jötunn vélar. Stefnt er að hjólreiðakeppni síðar. Jötunn vélar munu kosta auglýsingu og leggja til aðstöðu utan og innanhúss sem einkum er á hlaupadegi. Jötunn vélar útvega verðlaun fyrir sigurvegara í flokkum kvenna og karla og útdráttarverðlaun ásamt því að kosta verlaunapeninga í aldursflokkum. Þá greiða Jötunn vélar mælingar á hlaupavegalengdum en sá kostnaður fellur til einu sinni á tímabili samnings.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.