22.8.2016 | 21:22
Sigrún íslandsmeistari í maraþoni
Reykjavíkurmaraþon fór fram laugardaginn 20 ágúst í blíðskaparveðri. Frískir Flóamenn fjölmenntu, hátt í 30 renndu sér 10 km, hálft eða heilt maraþon og maraþon boðhlaup og stóðu sig vel að vanda. Sigrún gerði sér lítið fyrir og var fyrst íslenskra kvenna í mark í maraþoni og varð þar með íslandsmeistari en maraþonhlaupið var jafnframt íslandsmeistaramót. Sigrún sigraði með glæsibrag en hún endaði á tímanum 03:23:53 (flögutími 03:23:38) og var rúmum 17 mín á undan næstu íslensku konu. Þetta er fyrsti íslandsmeistaratitill hjá Frískum Flóamönnum. Tími Sigrúnar er jafnframt HSK og Selfossmet í frokki 35-39 ára kvenna. Til hamingju Sigrún með þennan frábæra árangur. Reynir, Renuka og Vigfús fóru einnig maraþon. Eftir hlaup komu Frískir Flóamenn saman fyrir framan MR og fögnuðu góðum degi.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.