Leita í fréttum mbl.is

Friskir Flóamenn í Laugavegshlaupinu. Arna Ír setti HSK-met.

IMG_2439IMG_2449Laugavegshlaupið fór fram í fínum aðstæðum laugardaginn 16. júlí. 462 hlaupari lagði af stað úr Landmannalaugum en 408 luku hlaupinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. 

36 Frískir Flóamenn og 10 úr Björgunarfélagi Árborgar stóðu vaktina, þjónustuðu hlauparana og hvöttu þá til dáða. Þetta er mikil vinna en þegar allir leggja sig fram við að skila sínu verður árangurinn eftir því, ánægðir hlauparar bera þess vitni. 

Sex Frískir hlupu kílómetrana 55. Arna Ír var áttunda í sínum aldursflokki og setti um leið HSK-met í flokki 45-49 ára, hún lauk hlaupinu á 6:35:00. Glæsilegt hjá henni en hún var að fara sinn fyrsta Laugaveg. Þorsteinn Már var áttundi í sínum aldursflokki, kom í mark á 6:11:17 og var að bæta sinn fyrri tíma. Hildur Gríms, sem var að fara sinn fyrsta Laugaveg,Siggi Gunnars, Reynir og Steingerður, stóðu sig öll með prýði. Til hamingu hlauparar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband