Leita í fréttum mbl.is

Hlaupanámskeið og byrjendaæfingar

IMG_3079

Nú þegar daginn er tekinn að lengja og styttist í vordaga er tilvalið að taka fram hlaupaskóna, fræðast um hlaup og hlaupa úti.

Dagana 3. og 5. mars ætlar Torfi H. Leifsson að koma á Selfoss og halda hlaupanámskeið í Vallaskóla. Á námskeiðinu er farið yfir fjölmarga þætti sem snúa að hlaupum og hlaupaþjálfun og er það ætlað bæði fyrir reynda hlaupara og byrjendur. Námskeiðið er tveir fyrirlestrar frá 18:00-21:30, fimmtudaginn 3. mars, 8:30 - 12:00 laugardaginn 5. mars og einn verklegur tími 13:00-14:15 laugardaginn 5. mars. Búið er að opna fyrir skráningu á hlaupanámskeið Torfa á hlaup.is og þar er einnig að finna frekari upplýsingar, http://hlaup.is/forms.asp?form_id=104&action=new.

Í framhaldinu verða Frískir Flóamenn með sérstakar æfingar fyrir hlaupara sem eru að byrja eða hafa ekki hlaupið lengi. Hefjast þær 8. mars og verða í 8 vikur. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15, farið frá Sundhöll Selfoss. Leiðbeinandi er Sigmundur Stefánsson. Ekkert gjald er fyrir æfingarnar hjá Frískum Flóamönnum, bara mæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband