21.2.2016 | 16:08
Hlaupanámskeið og byrjendaæfingar
Nú þegar daginn er tekinn að lengja og styttist í vordaga er tilvalið að taka fram hlaupaskóna, fræðast um hlaup og hlaupa úti.
Dagana 3. og 5. mars ætlar Torfi H. Leifsson að koma á Selfoss og halda hlaupanámskeið í Vallaskóla. Á námskeiðinu er farið yfir fjölmarga þætti sem snúa að hlaupum og hlaupaþjálfun og er það ætlað bæði fyrir reynda hlaupara og byrjendur. Námskeiðið er tveir fyrirlestrar frá 18:00-21:30, fimmtudaginn 3. mars, 8:30 - 12:00 laugardaginn 5. mars og einn verklegur tími 13:00-14:15 laugardaginn 5. mars. Búið er að opna fyrir skráningu á hlaupanámskeið Torfa á hlaup.is og þar er einnig að finna frekari upplýsingar, http://hlaup.is/forms.asp?form_id=104&action=new.
Í framhaldinu verða Frískir Flóamenn með sérstakar æfingar fyrir hlaupara sem eru að byrja eða hafa ekki hlaupið lengi. Hefjast þær 8. mars og verða í 8 vikur. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15, farið frá Sundhöll Selfoss. Leiðbeinandi er Sigmundur Stefánsson. Ekkert gjald er fyrir æfingarnar hjá Frískum Flóamönnum, bara mæta.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.