20.1.2016 | 21:27
Leifur Þorvaldsson - Kveðja frá Frískum Flóamönnum
Í dag var útför kærs vinar og hlaupafélaga okkar Leifs Þorvaldssonar.
Fljótlega eftir að Leifur kom í hlaupahópinn okkar sáum við hverjum mannkostum hann var gæddur og ekki leið á löngu þar til hann var kosinn til forystu. Gegndi hann formennsku í Frískum Flóamönnum á árunum 2011 til 2015. Leifur var hugmyndaríkur og í formennsku hans var bryddað upp á þeirri nýjung að vera með byrjendahlaupanámskeið. Það sló svo rækilega í gegn að á fyrsta námskeiðið mættu um 60 manns. Leifur var mikill hvatamaður þess að taka ekki gjald fyrir æfingar hjá hlaupahópnum og hefur það verið meginregla síðan. Nýlega fengu Frískir Flóamenn viðurkenningu frá Sveitarfélaginu Árborg fyrir gott starf í þágu almenningsíþrótta, og átti starf Leifs ekki hvað síst þátt í því. Þótt Leifur hafi ekki alltaf hlaupið reglulega með hópnum, þá var viljinn alltaf til staðar og sýndi hann hlaupunum og hópnum ávallt tryggð og áhuga. Leifur var góður félagi og alltaf tilbúnn að hvetja samhlaupara sína. Þegar hópurinn gerði sér glaðan dag var Leifur hrókur alls fagnaðar. Skemmst er að minnast árshátíðanna þar sem hann söng og lék á gítarinn sinn. Kærar eru minningarnar frá hlaupaferð hópsins til Munchen síðastliðið haust þar sem Leifur og Sigríður nutu sín vel í skemmtilegri ferð. Góðs félaga er sárt saknað, þakkir fyrir samfylgdina. Sigríður og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi minningin um góðan dreng ylja ykkur á sorgarstundum.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.