Leita í fréttum mbl.is

Frískir Flóamenn hlupu í Munchen


IMG_1210IMG_1217

 

 

 

 

 

 

Hópur Friskra Flóamanna tók þátt í Munchen-maraþoni sem fram fór 11. okt sl. Oft hefur verið rætt innana hópsins að gaman væri að fara í sameiginlega hlaupaferð á erlenda grundu. Nokkrir höfðu reynslu og sögðu mikla upplifun að hlaupa í stórum hlaupum erlendis. Það var síðan í janúar 2014 að farið var að huga að mögulegri ferð og varð Munchenferð hjá Bændaferðum fyrir valinu. Stóð til að fara haustið 2014 en öll sæti voru þá þegar upptekin. Fljótt var mikill áhugi og um tíma voru yfir 40 skráðir í ferðina. Um miðjan ágúst tók Sigmundur þjálfari að sér að leiða hópinn.  Það var að lokum 19 manna hópur sem hélt í víking til Bæraralands. Svo rann dagurinn upp. Ekkert sérleglega hlýr, 8-12 °C, skýjaður, þurr og vindlítill. Í Munchen var boðið upp á maraþon (42 km) hálfmaraþon (21 km), 10 km og maraþonboðhlaup. Frískir Flóamenn voru meðal 51 íslenskra hlaupara sem tóku þátt og voru fjölmennastir íslensku þátttakendanna. Tíu FF fóru maraþon aðrir 21 km eða 10 km. Sumir voru að fara sitt fyrsta keppnishlaup og margir sitt fyrsta maraþon. Og svo voru þarna reynsluboltar sem ekki hafa tölu á sínum keppnishlaupum. Allir stóðu sig vel en umfram allt nutu daganna með bros á vör. Bestum árangri náði Sigmundur en hann hljóp maraþonið á 3:16:37 mín og var fjórði í sínum aldursflokki, 60-64 ára. Þetta er jafnframt HSK-met í aldursflokknum og annar besti árangu íslendings í flokknum. Þá varð Ingileif 10. í sínum aldursflokki (60-64) í hennar fyrsta maraþoni. Hún hljóp á tímanum 4:43:16. Er þetta annar besti árangur 60-64 ára kvenna innana HSK og 5. besti á landsvísu. Steingerður, Abba, Auður og Anna voru einnig að fara sitt fyrsta maraþon og stóðu sig vel. Þá voru Renuka og Karl að stórbæta sína fyrri tíma. Renuka bætti sig í maraþoni um tæpar 13 og hálfa mínútu og Karl í hálfu um 9 mín. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og eru Frískir þegar farnir að ræða næstu utanlandsferð. Úrslitin má sjá á hlaup.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband