1.10.2015 | 21:34
Fríska Sólheimahlaupið og framfarabikar Frískra Flóamanna
Fríska Sólheimahlaupið var haldið laugardaginn 26. september. Frískir Flóamenn hlupu frá Borg að Sólheimum um 9km leið og með í för voru íbúar Sólheima. Allnokkur mótvindur var og smá úrkoma en þátttakendur létu það ekkert á sig fá. Eftir súpu og sund var framfarabikar Frískra Flóamanna afhentur íbúa Sólheima sem sýnt hafði framfarir í virkni og hreifingu á árinu. Bikarinn hlaut að þessu sinni Árni Alexandersson eða Legómeistari Íslands! eins og margir þekkja hann. Árni er í hjólastól. Hann er samt mikið á ferðinni, sækir vinnu alla daga og er duglegur að fara í kaffihúsið og oftast sækir hann kirkju og tónleika þegar þeir eru í boði. Árni hreyfir sig meira en margir sem þó eru ekki að nota stól eins og hann þarf að gera. Árni er æðrulaus og ljúfur maður enda vilja allir vera vinir hans.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.