Leita í fréttum mbl.is

Intersporthlaupið eins og vindurinn

IMG_3079Hlaupið okkar, sem er 10 km, fór fram í dag í blíðskaparveðri, sól og hægum norlægum andvara. Hlaupið var frá Intersport og niður Gaulverjabæjarveg að Timburhól. Mjög góðir tímar náðust í hlaupinu og margir að bæta sína bestu tíma.  Ívar Trausti Jósafatsson var fyrstur karla á nýju brautarmeti, 35:51. Þessi tími er aðeins 5 sek frá eigin íslandsmeti í aldursflokki 50-55 ára sem hann setti í Brúarhlaupinu á sl. ári. Fyrst kvenna var hún Anne okkar á 44:20. Hér eru tímar Frískra: Anne Cattenoz - 44:20, Sarah Seeliger - 45:40, Daníel - 45:42, Sigurður Frímann - 47:49, Vigfús - 48:14, Björk Steindórsdóttir - 49:07, Hildur Grímsdóttir - 51:36 og Ingileif - 57:49. Fjórir af átta á palli og allt konur. Flottur árangur. Úrslitin verða birt á hlaup.is. Nokkrar myndir frá hlaupinu eru í myndasafni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband