1.5.2015 | 21:22
Intersporthlaupið eins og vindurinn
Hlaupið okkar, sem er 10 km, fór fram í dag í blíðskaparveðri, sól og hægum norlægum andvara. Hlaupið var frá Intersport og niður Gaulverjabæjarveg að Timburhól. Mjög góðir tímar náðust í hlaupinu og margir að bæta sína bestu tíma. Ívar Trausti Jósafatsson var fyrstur karla á nýju brautarmeti, 35:51. Þessi tími er aðeins 5 sek frá eigin íslandsmeti í aldursflokki 50-55 ára sem hann setti í Brúarhlaupinu á sl. ári. Fyrst kvenna var hún Anne okkar á 44:20. Hér eru tímar Frískra: Anne Cattenoz - 44:20, Sarah Seeliger - 45:40, Daníel - 45:42, Sigurður Frímann - 47:49, Vigfús - 48:14, Björk Steindórsdóttir - 49:07, Hildur Grímsdóttir - 51:36 og Ingileif - 57:49. Fjórir af átta á palli og allt konur. Flottur árangur. Úrslitin verða birt á hlaup.is. Nokkrar myndir frá hlaupinu eru í myndasafni.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.